Sunnudagur  12.maí kl. 11.33 -12.33
Alþjóðlegur Mæðradagur er tileinkaður mæðrum, hinni miklu móðurorku sem umvefur, nærir og jarðtengir til að lyfta í hæstu hæðir. Móðirin fæðir og klæðir, græðir og galdrar.

Móðirin er einnig sú sem umber ýmislegt, margt og misjafnt. Tilbúin að fyrirgefa, taka í sátt og elska á ný. Mamman er svo margt í mörgu og tekur á sig fjölbreytt form.

Við lifum nú á tímum þar sem móðurorkan, gyðjuorkan er rísandi og eitt af því dýrmæta sem við getum gert er að koma saman með öðrum í andans náð. Syngja saman, spila, deila gjöfum sínum í samveru. Verið velkomin að taka hljóðfæri með 🙂

Af þessu tilefni verður notaleg samverustund á mæðradeginum. Við hefjum stundina kl 11:33 með möntrum og söng úr hefð Kundalini Yoga og í lokin er Gong slökun. Eftirá bjóðum við uppá te og hnetur. Það er einnig frjálst að koma með nasl til að deila með sér.

Bjóðum allar konur innilega velkomnar, karlmenn og börn á öllum aldri einnig hjartanlega velkomin. Frjáls framlög,

ást&friður

Sunday May 12th at 11.33 -12.33
Mothers day where we celabrate the divine feminine energy that all surrounds, nourishes, grounds and lifts us up to the infinite skies.

The mother endures all sorts of things, willing to give and forgive, make peace and love again. The mother is a multilevel energy, appearing in many ways and forms.

We are living at a spectacular time in history (her story) and experiencing the rise of the divine feminine energy all around and in ourselves, bothe male and female, as we all possess these qualities.
To gather and sing, chant, play and share is so precious and essential to our community connection. Feel free to bring instruments and play along 🙂

For this special day we invite all to gather on sunday in Jógasetrið at 11:33 and we will chant and sing mantras from the Kundalini Yoga tradtition. The session ends with Gong relaxation. Afterwards we invite all to share tea and snacks together and please feel free to bring something to share and care.

All women warmly welcome, also men and children at all ages 🙂 Free donation

peace&love

Pin It on Pinterest

Share This