NÝTT NÁMSKEIÐ
3. mars – 27. mars
Þriðjud. og fimmtud. kl: 20.15 – 21.30
4 vikur – 8 skipti
Verð: 24.000 kr.
 
Þáttakendur eru velkomnir í aðra opna tíma á meðan á námskeiðiðinu stendur.
 Námskeiðið fer fram í lokuðum hópi en Korthafar Jógasetursins fá 30% afslátt af námskeiðinu.
 Námskeiðsgögn með hugleiðslum og kriyum sem notast verður við á námskeiðinu verða send vikulega í tölvupósti.
 
Jóga og hugleiðsla eru frábær leið til að vinna bug á kvíða og depurð. Rannsóknir hafa sýnt fram á að jóga getur dregið úr streituviðbrögðum og þar með verið hjálplegt við bæði kvíða og þunglyndi. Öndunin er mikilvæg í jóga enda sögðu jógarnir: “Ef þú getur stjórnað önduninni, þá geturðu stjórnað huganum og þar með lífi þínu”
 
Þeir sem þekkja til kvíða vita að það er þungur baggi að bera. Kvíði getur orsakast af álagi, streitu, neyslu og / eða áföllum. Afleiðingar eru ýmsar, td. einangrun, framtaksleysi og jafnvel hálfgerð lömun sem kemur fram í líkamanum. Kvíðinn kemur án þess að maður hafi hugmynd afhverju. Hann bara kemur og fer.
 
Á þessum hröðu tímum og stöðuga áreiti er mikilvægt að styrkja meðvitund og læra að vera hér og nú. Með því að slaka inn í daglega lífið minnkar stress, áhyggjur, streita og andlegt áreiti. Mikilvægt er að læra að verða meðvituð um líðanina, samþykkja og umfaðma. Þaðan getur maður höndlað dagega lífið betur og fundið sátt.
 
Kennt er úr Kundalini Yoga – eftir forskrift Yogi Bahjan. Námskeiðið býður upp á að þú náir að efla og styrkja líkama, líffæri, öndun, huga og sál. Þegar við styrkjum miðjusvæðið (þriðju og fjörðu orkustöð) þá styrkjum við áræðni, og úthald og á sama tíma allar hinar orkustöðvar. Á námskeiðinu gerum við kryiur (röð æfinga) og hugleiðslur.
 
Kennari: Benedikt Freyr Jónsson
Benni eins og hann er oftast kallaður er Kundalini kennari, 4 barna faðir, tónlistarmaður og plötusnúður.
 
Skráning á http://jogasetrid.is/

Pin It on Pinterest

Share This