NÝ NÁMSKEIР 12. janúar – 5. apríl   –  Fyrir káta krakka með frábærum kennurum.

Gefðu barninu þínu þá gjöf að anda, slaka, leika, finna, njóta og vera! 

KRAKKAJÓGA   4 – 7  ára með foreldrum
Sunnudaga  kl. 11.30 – 12.20
12. janúar – 5. apríl 
22.000 kr.
Kennarar  Álfrun Helga Örnólfsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir

KRAKKAJÓGA   8 – 11  ára
Sunnudaga  kl. 12.30 -13.30
12. janúar – 5. apríl 
22.000 kr.
Kennarar  Álfrun Helga Örnólfsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir

 

Áherslan í KRAKKAJÓGA er leikur og gleði. Börnin læra ýmsar jógastöður og æfingar sem styrkja jafnvægi, einbeingu og samhæfingu. Einnig léttar en áhrifaiklar hugleiðslur. Í lok tímans er nemandi leiddur áfram í stutta slökun sem er jafn nauðsynleg öðrum jógahreyfingum og öndun. Börnin eru dásamlega fljót að tileinka sér jógað. Og finna það hjálpa í lífi og leik!


“Vá, ég vissi ekki að það væri hægt að njóta svona vel úti í grasinu og náttúrunni. Það er betra að vera í jóga en að borða grjónagraut.”

Nánar  

Pin It on Pinterest

Share This