LIFECYCLES & LIFESTYLES – LEVEL 2 KundaliniDr. Mahan Rishi Singh Khalsa, D.C. og Nirbhe Kaur Khalsa
Við erum þakklát að fá þau hjónin með okkur í heila 6 daga á Sólheimum.
Djúpvitur bæði og reyndir kennarar sem kenndu ma.a. “Authentic relationsships” árið 2014 á Íslandi og “Conscious Communication “2018 Mahan Rishi kennir líka reglulega í Level 1 í Jógasetrinu.  Sjá nánar um hjónin neðar.

Lífsstíll og hringrás lífsins  – LEVEL 2 – LIFECYCLES & LIFESTYLES

NÁMSKEIÐIÐ
Tilveran sem ferðalag – Að öðlast yfirsýn og umbreyta lífshlaupi sínu.
Hvernig komst ég hingað og hvert er ég að fara?

Uppgötvaðu svarið við þessari spurningu og meira til.  Taktu stjórn á lífi þínu og finndu því farveg sem þjónar tilgangi þínum. Námskeiðið „Lífsstíll og hringrás lífsins“ býður upp á hagnýtar aðferðir og viðhorf sem gera þér kleyft að nýta hæfileika þína til fulls og dýpka upplifun þína sem manneskju.

Fáðu innsýn inn í leyndarmálið á bak við hringferlana í lífi þínu og náðu meistaratökum yfir hverjum þeirra.  Á hverjum degi lærum við af Yogi Bhajan, við horfum á myndband og gerum hugleiðslu leidda af honum. Við vinnum einstaklingsvinnu og í hópum til að skoða og kanna tengingu hvers og eins við sjálfan sig og sína eigin hringrás gegnum lífið.

Nánar um námskeiðið:

  • Uppgötvaðu tilgang þinn: Finndu það einstaka í hversdagsleikanum og stefnu þína í lífinu
  • Kortleggðu tímabilin og hringferlana í lífi þínu
  • Skilgreindu venjur þínar, aðferðir sem þú notast við og tímabil í lífinu (life cycles) – sem hjálpa þér eða hindra í nútið, fortíð og framtíð
  • Endurnýjaðu sjálfsmynd þína og leyfðu þínum raunverulega persónuleika að birtast og endurvarpast
  • Mættu óttanum við dauðann og lærðu að lifa áhyggjulausu lífi.

Um hjónin Dr. Mahan Rishi Singh Khalsa, D.C. og Nirbhe Kaur Khalsa:
http://www.khalsahealing.com/About-Us.html
http://www.khalsahealing.com
https://www.facebook.com/MahanRishi?hc_ref=ARSlfe9nJ685lxzut9qlGdTv_bDHO9Thk52lPcVbJM2LhVqeLI9RpmGZ1p2peXTYSEQ
https://www.facebook.com/SacredJourneysPhotography

Fyrir hvern?  Fyrir  Level 1 kundalini kennara

VILTU VERA MEÐ?
Vinsamlegast athugið að mikilvægt er að fá skráningu  sem fyrst vegna kennsluefnis, bókakaupa, gistirýmis og annarrar umsýslu.

SKRÁNING og nánari upplýsingar á jogasetrid@jogasetrid.is

Pin It on Pinterest

Share This