Karlajóga Vorönn

KARLAJÓGA HEFST MÁNUDAGINN  7. JANÚAR
Mánud. og fimmtud. kl. 20.15 – 21.15

Einnig er velkomið að mæta í aðra opna tíma í stundarskrá á meðan á námskeiðinu stendur.  Velkomið að koma og prófa.

Vinsamlegast SKRÁÐU ÞIG Í GEGNUM HEIMASÍÐUNA 

Kennari:  Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Einn mánuður     13.500 kr
Vorönn 5 mán     48.000 kr. ( 9600 kr. á mánuði )
Árskort                99.000 kr.  Eingreiðsla
Áskrift                    8.500 kr. á mánuði ( 6 mánaða binditími )
ATH!  Iðkandi þarf að segja upp áskrift sjálfur ef hann vill hætta. Uppsagnafrestur er 2 mánuðir.)

SKRÁNING

Karlajóga fór á flug með Birgi  haustið 2015 og nú er kominn sterkur kjarni í karlajóga. Jóga er komið til að vera og æ fleiri karlar þiggja þessi frábæru fræði og jógaiðkun til líkamlegrar og andlegrar vellíðunar!


Jóga fyrir karla – líka stirða og stressaða!
Mjúkar teygjur , öndun. styrking og slökun í lok tímans.
Ein algengasta athugasemdin sem jógakennarar fá þegar þeir fara að dásama jógaiðkun er: “Jóga er nú ekki málið fyrir mig, ég er nefnilega svo rosalega stirður”. Einnig halda sumir að stressaðir einstaklingar eigi ekkert erindi í jóga. Jógaiðkun sé aðeins fyrir sallarólega einstaklinga sem eru með allt sitt á hreinu. Sú er auðvitað alls ekki raunin. Stirðir og stressaðir einstaklingar eru einmitt þeir sem hafa einna mest gagn af því að stunda jóga. Málið er bara að byrja rólega og hlusta vel á líkamann.

Fyrir alla karla og byrjendur velkomnir.  Allir tímarnir enda síðan á góðri slökun.

SKRÁNING

 

“I am a man of infinity, in pursuit of my destiny”

Pin It on Pinterest

Share This