Nýtt námskeið til af styrkja og lifa þitt besta sjálf!

Miðvikudaga kl. 20.15 – 21.45
16.janúar – 17.apríl  – 14 skipti

KYNNING á námskeiðinu er miðvikudag 9. janúar kl. 20.15 – Frítt!

Tímarnir verða á miðvikudögum klukkan 20:15 – 21:45 – 90 mín.
Verð fyrir allt námskeiðið 38.000 kr. (14 skipti )
Stakir tímar: 3500 kr.
Námskeiðshafar fá 20% afslátt á 10 tíma korti í Jógasetrinu.

Iðkendur Jógasetursins fá 20% afslátt af námskeiðinu og staka tíma á 2500kr.

16.janúar – 17.apríl  – 14 skipti

Markvisst námskeið þar sem við öðlumst verkfæri til að upplifa raunverulegt frelsi og styrk í daglegu lífi. Við gerum æfingar og hugleiðslur til að sigrast bæði á litlum og lúmskum fíknum en líka þeim sem eru djúpstæðari.

Námskeiðið er einnig fyrir alla sem vilja styrkja góð lífsmynstur og dýpka sína andlegu heilsu með fjölbreyttri jógaiðkun.

Með jógaleiðinni til bata skoðum við hvernig “sanna sjálfið” er í raun handan hegðunarmynstra og fíkna og við lærum að næra það besta í okkur sjálfum. Við munum einnig skoða 12 spora kerfið og gullmolana sem það býður okkkur til jafnvægis í daglegu lífi.

Námskeiðið er einu sinni í viku í 14 vikur. Í hverjum tíma er tekið fyrir ákveðið viðfangsefni og markmið. Taka skal fram að námskeiðið er ekki meðferð sem slíkt en getur verið mjög góð viðbót við meðferð og mun veita góðan skilning á fíknum. Iðkað verður jóga og hugleiðsla í öllum tímum, sem eru sérstaklega hugsaðar til að takast á við fíknir og styrkja taugakerfi og andlegt úthald. Miklvægt er að vera með eina dagbók í gegnum allt námskeiðið og mæta með hana í alla tíma.

Estrid Þorvaldsdóttir jógakennari fór í fjarnám í jógískum fíknifræðum í gegnum skóla sem hefur verið byggður upp af kanadíska kundalini jóga kennaranum Dharam Kaur og hinum heimsfræga lækni Gabor Mate. Sem dæmi eru allar kriyur, þ.e. jógaæfingar þær sömu og kenndar voru í náminu.

Estrid lauk kundalini yoga kennararnámi 2009. Estrid starfar sem yoga kennari og ráðgjafi og er í framhaldsnámi í kundalini yoga fræðum. Hún vinnur einnig með orkustöðvar heilun byggt á vísindum kundalini yoga og veitir persónulega ráðgjöf við að finna út hvaða orkustöðvar eru í ójafnvægi og veita hugleiðslur og yogaæfingar sem hjálpa viðkomandi finna þitt eðlilega ástand. Estrid kennir Kundalini jóga, Orkustöðvanámskeið og er einnig með einkatíma í Orkustöðvarlestri.

Verið velkomin í kundalini jóga til Estrid fimmtudögum kl. 12.00

.

Pin It on Pinterest

Share This