Fimmtudaga  24.okt – 28.sept. – 6 skipti

Sjálfsstyrking og vellíðan með nálgun jóga og 12 sporanna.  Gerðar verða sérstakar hugleiðslur sem eru hugsaðar fyrir þá sem eru fást við hvers konar fíknir eða bara styrkja taugakerfi, róa huga og hjarta osfrv.

Á námskeiðinu verður farið í:
Tengsl við annað fólk
Rækt við heilbrigðar venjur
Rætur fíknarinnar
Friður við fortíðina
Skilningur á hegðun
Dafna í núinu
Viðurkenning á styrkleikum
Sköpun á framtíð sem uppfyllir þarfir
Jóga æfingar frá Canadíska fíkniskólanum BA Beyond Addiction, byggt á rannsóknum frá Dr Gabor Maté og Dr Sat Dharam Kaur.

Jóga og 12 sporin eru eins og góð systkin sem leiða okkur vel saman til andlegrar sáttar og vellíðunar. Hugmyndafræðin í 12 sporunum verður eins og líkömnuð í jóga og hugleiðslu!

Eftir hvern tíma fá þáttakendur sent email með hugleiðingum og heimavinnu út frá efninu.

“You owe it to yourself to be yourself” Yogi Bhajan

Námskeiðið er í 6 skipti.
Tvö spor í hverjum tíma.
Gott að mæta með dagbók og penna.
Ráðlagt að vinna með ásettning, vana sem þú vilt breyta.

HVENÆR
Fimmtudaga 24.okt – 28.sept.
kl. 20.15 – 21.45 ( 90 mín )

FYRIR HVERN
Fyrir alla sem vilja vellíðan og frið, hvort sem það er í tengslum við daglegar áskoranir eða fíknir. 12 sporin eru dásamleg sjálfsræktarleið þó maður sé ekki að takast á við fíknir. Námskeiðið hentar því bæði fyrir þá sem eru í 12 spora vinnu eða hafa áhuga að kynna sér sporin í sjálfsvinnu og með jóga. Byrjendur velkomnir.

Kennari: Estrid Þorvaldsdóttir – Siri Mukh
Estrid Þorvaldsdóttir, byrjaði í kundalini yoga kennararnámi í september 2008. Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan, hefur notið vaxandi vinsælda og er stundum kallað jóga hins vinnandi fólks. Estrid starfar sem yoga kennari og ráðgjafi og leiðsögumaður.Hún er í framhaldsnámi í kundalini yoga fræðum. Hún vinnur einnig með orkustöðvar heilun byggt á vísindum kundalini yoga og veitir persónulega ráðgjöf við að finna út hvaða orkustöðvar eru í ójafnvægi og veita hugleiðslur og yogaæfingar sem hjálpa viðkomandi finna þitt eðlilega ástand. Estrid kennir Kundalini jóga, Orkustöðvanámskeið og er einnig með einkatíma í Orkustöðvarlestri.

VERÐ 24.000kr.
20% afsláttur fyrir iðkendur Jógasetursins
20% afsláttur af mánaðarkorti og 10 tíma korti fyrir nýja iðkendur.
Skráning á http://jogasetrid.is/

Estrid hefur lokið BEYOND ADDICTION námi og undirbýr nú Beyond Addiction Immersion, Iceland, Feb 5-9 and April 16-19, 2020 – http://beyondaddiction.ca/events/training-programs/

Pin It on Pinterest

Share This