Kundalini Kennaranám – Level 1

Næsta Kennaranám Jógasetursins Í Kundalini jóga hefst haustið 2020 og stendur fram til apríl 2021.  Nánari dagsetningar koma síðar.

Til landsins koma reyndir kennarar sem hafa stundað og kennt jóga í áratugi. Kennt verður í 3-4 daga í senn, á ca. 5-6 vikna fresti Í Jógasetrinu, Reykjavík og einnig utanbæjar 2 langar helgar. 


If you want to learn something, read it.

If you want to know something, write it.
If you want to MASTER something,
TEACH IT!
-Yogi Bhajan

 

Kennaranámið er fyrir alla, hvort sem er til að verða löggiltur kennari eða dýpka persónulega reynslu af Jóga. Námið veitir  góðan grunn fyrir árangursríka  jógaástundun. Viðurkennt nám sem gefur tæki og tól og alhliða þjálfun þar sem kennd eru bæði jógafræði og tækni Kundalini Jóga. Við mælum eindregið með að þeir sem velja kundalini námið stundi kundalini jóga markvisst fram að náminu.

“Námið var vel skipulagt, skemmtilegt, fróðlegt, góðir kennarar og leiðbeinendur, í bónus eignaðist ég margar góðar vinkonur. Eiginlega finnst mér að allir ættu að fara í Kundalini jógakennaranám.” Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir 

UM NÁMIÐ:
Kennaranámið felur í sér aðild að “3HO International Kundalini Yoga Teachers  Association” (IKYTA og uppfyllir einnig staðla um 220 klst jógakennara réttindi gefin út af Yoga Alliance, sem er alþjóðlegt bandalag ólíkra Jóga-samtaka.

Kennsluefni í fyrsta stigs kennaranámi í Kundalini Jóga:

 • Uppruni Jóga
 • Kundalini-leiðin
 • Jógískur lífsstíll (mataræði og daglegt líf/lífsreglur)
 • Patanjali (andleg heimspeki)
 • Orkustöðvar (chakras)
 • Asana og Kriya (jógastöður og æfingasett)
 • Möntrur
 • Pranayama (öndunaræfingar)
 • Bandha (lokur)
 • Hugleiðsla
 • Djúp slökun og sjálfsskilningur – vald yfir eigin sjálfi – sjálfsþekking
 • Humanology/mannspeki (samskipti og kynferði)
 • Sálin: Fæðing
  • Karma (lögmál orsaka og afleiðinga),
  • Dharma (æðri tilgangur/okkar æðri leið).
 • Að deyja og dauðinn
 • Vestræn líffærafræði og jógastöður
 • Líkamarnir 10
 • Shabd Guru
 • 5 stig visku
 • Hlutverk og ábyrgð kennarans

Réttur KRI kennarateymisins til að veita KRI viðurkenningu byggir á mati þeirra á hæfni hvers þátttakanda til að verða Kundalini yoga kennari. Matið byggist á því að uppfylla eftirfarandi:

 • Full greiðsla allra gjalda
 • Skyldumæting í allar 180 kennslustundir auk 40 klst. heimavinnu
 • Fullnægjandi útkoma í kennsluþjálfun
 • Lágmarkseinkunn á skriflegu prófi KRI (eða heimaverkefni)
 • Aðild að IKYTA (innifalið í kennslugjaldi).
 • Mæting í 20 Kundalini Jóga tíma (á meðan eða eftir kennaraþjálfunina)
 • Að ljúka við úthlutaðri 40 daga jóga kriyu/hugleiðslu
 • Mæting í að minnsta kosti 5 morgun sadhana
 • Þátttaka í eins dags “White Tantric Yoga” námskeiði

Við mælum með að þeir sem sækja um námið  taki að minnsta kosti eitt Grunnnámskeið í Kundalini jóga og stundi jóga eins vel og aðstæður leyfa, helst í eitt ár fyrir námið.

VERÐ: 490.000kr. Hægt er að skipta greiðslum. ( Staðgreiðsla 470.000 )  Nánar á jogasetrid@jogsetrid.is

INNIFALIÐ: Kennsla , öll umsýsla námsefni og 2 langar helgar (7-8 dagar) utan bæjar með gistingu og fæði.
(White Tantra ekki innifalið í verði).

Fyrir nánari upplýsingar: jogasetrid@jogasetrid.is

Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan, er kröftugt jóga sem vinnur að því að byggja upp styrk og orku, örva innkirtlakerfið og koma jafnvægi á allar orkustöðvarnar. Við finnum að streitan minnkar en viljastyrkur og lífsgleði eflast. Kundalini jóga er mjög markvisst jógakerfi með eflandi jóga- og öndunaræfingum, hugleiðslu, möntrum og slökun. Unnið er að því að því að lyfta orkunni upp, bæta jafnvægi milli heilahvela og víkka út vitund okkar. Kundalini jóga hentar bæði byrjendum og jógaiðkendum sem hafa reynslu af öðrum tegundum jóga. Markvisst, fjölbreytilegt og umbreytandi!  Nánar um Kundalini jóga

YOGI  BHAJAN 

MEÐMÆLI:


“Eitt það besta sem ég hef gert í lífi mínu er að fara í Kundalini jógakennara nám á vegum Auðar í Jógasetrinu. Námið er krefjandi og gefandi og frábær samsetning kennara, með ólíka nálgun, sem koma allstaðar að úr heiminum. Allt það sem ég lærði nýtist mér í lífinu og gerir það betra. Svo heldur Auður svo fallega utan um námið með gleði og kærleika. ” Guðrún Guðmundsdóttir  Sérfræðingur í mannauðsmálum og jógakennari.

“Jógavegferð mín hófst í meðgöngujóga í Jógasetrinu hjá Auði þar sem ég fann fyrir einhverju algjörlega nýju, það færðist yfir mig ró og vissa um að allt er eins og það á að vera og sú tilfinning styrktist með hverjum tíma.  Ég hélt svo áfram að stunda jóga í Jógasetrinu, kynntist Kundalini jóga og endaði í kennaranámi. Ég hef áður stundað jóga og vitað hvaða áhrif það á að hafa, en í Kundalini fann ég það raunverulega: ég fann fyrir algerri umbreytingu, sem fólst í sátt, hamingju og trausti. Mér líður eins og ég hafi núna kjarkinn til að vera ég sjálf og með opið hjartað. Lífið hættir ekki að vera allskonar, en það sem breyttist er að ég hef margskonar leiðir og verkfæri til að takast á við verkefnin, af  kyrrð og kærleika.  Ég mæli með kennaranáminu af öllu hjarta og það nýtist svo sannarlega inn í allt lífið.” Gígja Bjargardóttir

„ Kennaranámið í Kundalini jóga – iðkunin sjálf og leiðsögn mikilla meistara – færði mér dýpri reynslu af kyrrðinni innra með mér þannig að ég get leitað til hennar í dagsins önn, heyrt betur í sálinni minni. Ég hef öðlast meira sjálfsöryggi og sjálfsaga, betri einbeitingu og skýrari hugsun. Meiri gleði, kærleika og innsæi, sátt og dýpri skilning gagnvart sjálfri mér, öðrum og lífinu. Ég hef öðlast meiri jarðtengingu  og sterka tengingu við innri sköpunarkraft. Ég hyggst halda þessum gjöfum með áframhaldandi innri tiltekt í jógaástundun!  Kennaranámið er ferðalag um innri frumskóg okkar og stundum er á brattann að sækja, en við erum saman í því sem er ótrúlegur styrkur. Höldum okkur uppi og þá komumst við í gegnum erfiðleikana. Kennaranám í kundalini jóga er gífurlega hreinsandi og heilandi ferli sem ég mæli eindregið með. Sat nam! Þóra Björk Þórðardóttir – Nam Sangat Kaur.“

“Skipulag námskeiðsins var mjög gott, það var hæfilega langt á milli lota og hver dagur nákvæmlega skipulagður m.t.t. kennslu og einnig pásur fyrir morgun- og hádegisverð.

Valið á kennurum var til fyrirmyndar, þeir höfðu allir stundað Kundalini jóga í áratugi og voru vel að sér. Efni námskeiðsins er umfangsmikið en kennararnir náðu að koma því vel frá sér á áhugaverðan og skemmtilegan hátt. Ýmsar leiðir til að greiða fyrir kúrsinn voru í boði þannig að allir finna væntanlega leið fyrir sig. Í lotunum er Auður sjálf alltaf til staðar, óþreytandi að svara spurningum með bros á vör og þess á milli miðlar hún upplýsingum frá kennurunum og öðru áhugaverðu efni með tölvupóstum eða á FB.

Mínar væntingar til kúrsins voru að finna frið í sálinni og auka liðleika líkamans en ég fékk svo miklu meira en það. Námskeiðið dýpkaði skilning minn á Kundalini jógafræðunum og þar með opnuðust dyr inn í splunkunýjan heim sem mér er í sjálfsvald sett að kanna eða ekki. Fyrir utan það hef ég kynnst fullt af dásamlegu fólki og veit nú að það er stór jógafjölskylda á Íslandi sem ég hafði ekki hugmynd um að væri til.  

Ráðlegging til þeirra sem eru að byrja á námskeiðinu: Byrjið að lesa bókina strax og hugsa um efnið, það er gagnlegt að svara spurningum á heimaprófinu jafnt og þétt eftir því sem kennararnir fara yfir það, dagarnir í lotunum eru langir og strangir og því er gott að undirbúa fjölskylduna vel fyrir fjarveru og eins að maður verður alveg úrvinda. Námskeiðið er strembið en ákaflega gefandi og mannbætandi, ég mæli með því af öllu hjarta.” Inga Reynisdóttir

” Samband mitt við þessa kennslu er kærleikurinn einn. Þessar kennsla opnaði hug minn, opnaði öll augun mín. Ég sá á ný. Þessi kennsla hjálpaði sál minni að fljúga úr fangelsi hugans. Öll þau ár sem hún var týnd og var ekki að ástæðulausu. Sál mín vissi alltaf að hún myndi finnast, svífa og dreifa sínu ljósi. Ég sá það í draumum sem voru ekki draumar. Fyrir þessa kennslu verður sál mín eilíflega þakklát á hverjum degi, í hverri vídd, í hverju skrefi sem ég geng á þessum sálarvegi, hvar sem ég er, hvar sem ég var og hvar sem ég verð. Með því að deila þessum fræðum með öðrum sálum meðvituð um vakninguna sem getur átt sér stað og sem átti sér stað hjá mér. Að hjálpa, lyfta og leiðbeina öðrum í þá átt er það sem ég vil gera. Ég dreifi ást skilyrðislaust svo ástin muni finnast, ég dreifi frið skilyrðislaust svo friður muni finnast, ég dreifi ljósi því ljósið er, verður og alltaf var innra með mér og öllum. Þetta er það sem mín sál vil gera og ég finn það á hverjum degi.” Ragnhildur

“Ég fór í námið fyrst og fremst með það markmið að öðlast dýpri skilning á kundalini jóga og læra að stunda það sjálf. Námið gaf mér það og svo miklu meira. Þetta hefur verið eflandi, þroskandi og umbreytandi á margan hátt. Auður er dásamlegur kennari , svo pottþétt, og heldur óaðfinnanlega utan um allt. Hópurinn sjálfur var náttúrulega bara æðislegur. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt. ”  Dóra Bergrún

Fyrir nánari upplýsingar: jogasetrid@jogasetrid.is

MYNDIR ÚR KENNARANÁMINU

 

Pin It on Pinterest

Share This