KENNARANÁM LEVEL 2 KUNDALINI 10.-15. maí 2018

 

Conscious Communication  „Meðvituð samskipti“  með hjónunum
Dr. Mahan Rishi Singh Khalsa, D.C. og Nirbhe Kaur Khalsa

Við erum þakklát að fá bæði hjónin með okkur í heila 6 daga í Skálholti.
Djúpvitur bæði og reyndir kennarar sem kenndu ma.a. “Authentic relationsships” árið 2014 á Íslandi og Mahan Rishi kennir líka reglulega í Level 1 í Jógasetrinu.  Sjá nánar um hjónin neðst í bréfi.

„Meðvituð samskipti“  Conscious Communication – Fyrir  útskrifaða  Level 1 kundalini kennara
Námskeiðið er um mikilvægi meðvitaðra samskipta, bæði við okkur sjálf og aðra. Við lærum hvernig við getum dýpkað upplifun okkar í samböndum og átt innihaldsríkari samskipti, um mikilvægi þess að hlusta af fullri athygli á hvert annað og um leið að hlusta á það sem gerist innra með okkur á meðan samskiptin fara fram. Meðvituð samskipti kalla á að við ræktum hlutlausa hugann og styrkjum þögnina innra með okkur og sköpum þannig í rými í samskiptum.

Námskeiðið gefur innsýn inn í ótal marga þætti samskipta, td. frá hvaða orkustöð tjáum við okkur. Samskipti án orða. Til hvers eigum við samskipti? Við skoðum líka skuggahliðarnar innra með okkur og viðbrögð undirvitundarinnar, sem getur komið okkur í opna skjöldu þegar við bregðumst ómeðvitað við.  Og við skoðum hvernig við getum lært að samþykkja en um leið temja “drekann” innra með okkur. 

Sambönd kunna að virðast vera um annað fólk en samband okkar við okkar æðra sjálf er grunnurinn að öllum samböndum. Við munum læra að styrkja og greina eðli þessa helga sambands við sálina okkar; læra að sleppa gömlum mynstrum og græða sár fortíðarinnar. 

 Námskeiðið gefur okkur innsýn í ótal marga þætti samskipta. Við lærum td:

 Að skynja og þekkja meðvituð samskipti 

 Hlutverk þagnar og shunya í samskiptum

 Listin að beita djúpri hlustun

 Að ná meistaratökum yfir 5. orkustöðinni

 Að greina skuggann þinn og yfirstíga hindranir með vökulli nærveru

 Samskipti við óendanleikann, eðli bænarinnar og að lifa í flæði andans.

 Að tjá þig út frá þínu sanna sjálfi í óttaleysi. Að hlusta  en ekki bara heyra.

Athugið að fimmtudagur 10. maí er frídagur ( uppstigningardagur) svo að það eru aðeins 3 vinnudagar í þessa 6 daga – SETJIÐ DAGSETNINGUNA Í DAGATLAIÐ! 

Umsagnir þeirra sem sótt hafa námskeiðið

„Það er ekkert sem hefur gefið mér jafn djúpan skilning á því hvað það er að vera manneskja og þetta námskeið. Það sem ég lærði á þessu námskeiði hefur nýst mér í lífinu og í starfi mínu, bæði sem ráðgjafi og sem jógakennari. Hugmyndir mínar um samskipti snérust áður meira um hið ytra, um hið mannlega samtal, eins og nokkurs konar viðskipti mili fólks. En samskipti eru svo miklu meira: Ertu að hlusta, ertu að hlusta á hjartsláttinn þinn? Það kom mér á skemmtilega á óvart hversu víð samskipti geta verið. Á þessu námskeiði fengum við fjóra dvd diska sem eru með djúpu og dýrmætu efni sem hægt er að hlusta á aftur og aftur. Ég hlusta mikið á þessa diska. Það er hægt að lifa á svona námskeiði svo lengi og fara dýpra og dýpra í efnið, þó að námskeiðinu sé lokið.“ Estrid Þorvaldsdóttir

„Námskeiðið Conscious communication hafði mjög djúp áhrif á mig, bæði sem kennara og ekki síður sem manneskju. Ég uppgötvaði hversu mikil dýpt getur búið í mannlegum samskiptum og hvað það hefur mikið að segja að halda sambandi við þögnina innra með mér – og við andardráttinn minn. Mér fannst ég hafa fengið að gjöf fulla kistu af fjársjóði og að það myndi taka mig allt lífið að skoða og upplifa innihald hennar.“ Guðrún Darshan

„Þetta er frábært námskeið, efni sem snertir okkur öll daglega, allan daginn, allt lífið: SAMSKIPTI! Grunnurinn að öllum samskiptum er okkar innri hlustun og tenging við okkur sjálf. Ég man að mér fannst ég fá heilun, verða heilli, verða heil! Það hafði síðan áhrif á önnur samskipti, að skynja Guð í mér og þaðan Guð í öllum! Þegar við verðum heil, þá getum við heilað. Það er þörf á fleiri sálum með meðvituð samskipti“ Auður Bjarnadóttir

Nánari upplýsingar um námskeiðið frá kennurunum eru í fylgiskjali.
Conscious Communication TT Level II edited

Um hjónin:
http://www.khalsahealing.com/About-Us.html
http://www.khalsahealing.com
https://www.facebook.com/MahanRishi?hc_ref=ARSlfe9nJ685lxzut9qlGdTv_bDHO9Thk52lPcVbJM2LhVqeLI9RpmGZ1p2peXTYSEQ
https://www.facebook.com/SacredJourneysPhotography

VILTU VERA MEÐ?
Vinsamlegast athugið að mikilvægt er að fá skráningu  sem fyrst vegna kennsluefnis, bókakaupa, gistirýmis og annarrar umsýslu.

SKRÁNING og nánari upplýsingar á jogasetrid@jogasetrid.is

“Commitment creates character”

ENGLISH Conscious Communication TT Level II edited

 

Pin It on Pinterest

Share This