Miðvikudaga kl. kl. 16.00- 17.00 – Velkomið að koma og prófa og taka vini með! 

5. september – 28. nóvember ( 13 vikur )

Á námskeiðinu er tvinnað saman skemmtilegum jógastöðum, öndunaræfingum, hugleiðslu og slökun. Jóga gefur okkur orku, styrk, gleði og kyrrð.

Sérstök áhersla er lögð á æfingar sem hjálpa til að kyrra hugann, styrkja einbeitingu og sjálfstraust.

Jóga er fyrir alla: íþróttatýpur, bókaorma, stirða sem liðuga, stráka og stelpur. Jóga eflir þína persónulegu tengingu við þig sjálfa(n). Við keppumst ekki um að vera best í jóga heldur er markmiðið að vera besta útgáfan af sjálfum okkur.

5. september – 28. nóvember ( 13 vikur )
21.500 kr.

Skráning inná www.jogasetrid.is

Pin It on Pinterest

Share This