FRÍR PRUFUTÍMI  – UNGLINGAJÓGA
Miðvikudaga kl. 15.45 – 16.45
20.september – 13.desember ( 13 vikur )

Á námskeiðinu er tvinnað saman skemmtilegum jógastöðum, öndunaræfingum, hugleiðslu og slökun. Jóga gefur okkur orku, styrk, gleði og kyrrð. Sérstök áhersla er lögð á æfingar sem hjálpa til að kyrra hugann, styrkja einbeitingu og sjálfstraust. Jóga er fyrir alla: íþróttatýpur, bókaorma, stirða sem liðuga, stráka og stelpur. Jóga eflir þína persónulegu tengingu við þig sjálfa(n). Við keppumst ekki um að vera best í jóga heldur er markmiðið að vera besta útgáfan af sjálfum okkur.

“Það er hamingjuréttur hverrar manneskju að vera hraust, heilbrigð og hamingjusöm”

Verð: 19.000 kr. (hægt að nota frístundastyrk) – 13 vikur
20% afsláttur fyrir systkini.
SKRÁNING Á http://jogasetrid.is/namskeid/krakkajoga/

Kennari Estrid Þorvaldsdóttir

MEÐMÆLI
A…… elskar jógað hjá ykkur Hún glímir við mikinn kvíða, lélega sjálfsmynd og stress sem hefur hamlað henni mikið í öðrum íþróttum. Núna nýtur hún sín til fulls og hlakkar til hvers tíma. Á móti jóganu stundar hún sund einu sinni í viku. Við myndum bara helst vilja hafa fleiri jógatíma í viku. Ég mæli hiklaust með þessum dásamlegu tímum.