GRUNNNÁMSKEIÐ KUNDALINI JÓGA

 ” Að vekja upp innri eldinn og vakna til þín ”

Grunnnámskeið í Kundalini jóga  4. – 29. febrúar

Þriðjudaga og  fimmtudaga kl. 20.15 – 21.30
Einnig er velkomið að nýta sér aðra opna tíma í stundaskrá á meðan á námskeiðinu stendur.

Verð: 18.000

Farið er í undirstöðuatriði í Kundalini jóga. Kenndar eru líkamsstöður, líkamsbeiting, möntrur og öndunaræfingar. Í Kundalini jóga eru kenndar “kriyur”, sem er samsetning ákveðinna æfinga í ákveðinni röð til að skapa ákveðin áhrif. Td. kriya fyrir hjartað, nýrun, að styrkja ónæmiskerfið, áræðni og miðjustyrking, o.s.frv.

Kennari: María Margeirsdóttir 
María er menntaður grafískur hönnuður. Hún útskrifaðist sem Kundalini jógakennari árið 2015 og svo Jóga Nidra kennari árið 2018. Kundalini jóga kynntist hún fyrst árið 2005 og heillaðist af þessum magnaða og umbreytandi lífstíll sem tengir saman huga, líkama og sál á svo góðan og fallegan hátt. María hefur kennt starfsfólki á Landsspítalanum um árabil og í Jógasetrinu.

Kundalini jóga er ævaforn leið og var í upphafi aðeins kennt frá kennara til nemanda en Yogi Bhajan taldi 1963 að tími væri kominn til að opna fræðin fyrir almenningi. Kundalini jóga (Yogi Bhajan) er kröftugt, skjótvirkt og umbreytandi jóga.

“Með daglegri ástundun Kundalini Yoga á morgnana, fæ ég þá líkamlegu orku og skýrleika í huga sem gerir mér kleift að taka á móti og sinna verkefnum dagsing og afkasta mun meir en áður og af meiri yfirvegun.  Einn til einn og hálfur tími á morgnana skilar sér margfalt til baka yfir daginn. Kundalini Yoga er eins og túrbó hleðsla – þvílíkur orku- og gleðigjafi” Hálfdan

“Hreyfðu við orkunni og lífsorkan greiðir leiðina”
“Vibrate the cosmos and the cosmos clears the path” Y. Bhajan

Meira um kundalini jóga HÉR

 

Pin It on Pinterest

Share This