Mánudaga og miðvikudaga kl. 18.45-20.00
Einnig er velkomið að nýta sér aðra opna tíma í stundaskrá á meðan á námskeiðinu stendur.

Verð: 18.000 kr

Farið er í undirstöðuatriði í Kundalini jóga. Kenndar eru líkamsstöður, líkamsbeiting, möntrur og öndunaræfingar. Í Kundalini jóga eru kenndar “kriyur”, sem er samsetning ákveðinna æfinga í ákveðinni röð til að skapa ákveðin áhrif. Td. kriya fyrir hjartað, nýrun, að styrkja ónæmiskerfið, áræðni og miðjustyrking, o.s.frv.

Kennari: Kristín Rósa Ármannsdóttir
Kristín Rósa  er hjúkrunarfræðingur BS, með meistarpróf í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands. Í lokaverkefni sínu skrifaði hún meðal annars um streitu, streitustjórnun og núvitund. Hún er jógakennari og með kennararéttindi í jóga nidra. Kristín Rósa kennir starfsfólki á Landspítalanum jóga og hefur verið með byrjendanámskeið í jóga í Jógasetrinu. Hún hefur einnig verið með hugleiðslunámskeið fyrir hjúkrunarfræðinga.

NÁNAR

Pin It on Pinterest

Share This