Miðvikudagur 11. desember 20.30 – 21.45

Gong hugleiðsla er tónheilun. Það er kraftmikið lækningartæki fyrir taugakerfið, líkama og sál. Gongið hjálpar okkur að hreinsa undirmeðvitundina og losa um stanslausar hugsanir. Hljóðin sem gongið framkallar eru hljóð sköpunar, taka þig ýmist upp í himinhvolfið eða djúpt inn í nærandi slökun. Gong slökun er mögnuð leið að “sleppa takinu” og falla frjálst í djúpa innri kyrrð.

Við munum gera nokkrar mjúkar teygjur og öndunaræfingar, og leggjast svo í langa Gongslökun og því er gott að mæta í þægilegum fötum. Í slökuninni lætur þú fara vel um þig og mögulega munu tónar gongsins opna nýja vídd innra með þér. Og jafnvel aðgang að stað sem er dýpra innra með þér en hugurinn og mannleg heyrn geta náð.

Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir er kundalini jóga kennari og hefur sótt sjö námskeið í gongspilun; hið fyrsta árið 2015 hjá Siri Gobal Singh, þrjú árið 2017 hjá Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur og Charlotte Bom og þrjú hjá gongsnillingnum Mehtab Benton árið 2018.

SKRÁNING á jogasetrid@jogasetrid.is

Vinsamlegast mætið tímanlega og meldið ykkur á deskinu.

2500kr fyrir gesti.
Frítt fyrir iðkendur Jógasetursins og 10 tíma korthafar velkomnir .

“Creativity comes from stillness. At the moment between the inhale and exhale of the breath, you are between formless and form. In that moment of stillness —you can create.” ~ Yogi Bhajan

“Sá sem spilar á Gong spilar á alheiminn” – Yogi Bhajan.

Jógasetrið Skipholt 50c

Pin It on Pinterest

Share This