Kæra áhugamanneskja um hugleiðsluiðkun barna 

Vegna fjölda fyrirspurna hefur verið ákveðið að bjóða upp á námskeiðið Frelsi frá kvíða fyrir tvo aldurshópa í mars, annars vegar fyrir 8-10 ára og hins vegar fyrir 11-14 ára.

Fjöldi þátttakenda er mjög takmarkaður (aðeins 8 í hvorum hópi) og eru því áhugasamir hvattir til að tryggja sér pláss sem allra fyrst.

Umsögn móður eins þátttakanda af námskeiðinu sem haldið var í janúar:

Barnið mitt (12 ára) var mjög ánægt með námskeiðið.  Fór alltaf glatt og spennt í tíma.  Við gerðum heimavinnuna, æfðum æfingar sem við fengum.  Barnið nýtti sér tæknina sem var kennd í daglegu lífi.  Einn kostur er að þetta var stutt námskeið (3 skipti) sem gerir það gerlegt að taka þátt í daglegu amstri.  Annar kostur er að foreldrum var boðið inn í lok tímans þar sem farið var yfir helstu atriði tímans sem gerir mér kleift að styðja barnið í þessari vinnu.  Myndi hiklaust senda barnið mitt aftur á svona námskeið.“

Kennari: Stefanía Ólafsdóttir
Staðsetning: Jógasetrið, Skipholti 50c

Næstu námskeið:

Frelsi frá kvíða fyrir 8-10 ára
Laugardagana 14., 21. og 28. mars 2020
kl. 13:00-14:15

Frelsi frá kvíða fyrir 11-14 ára
Laugardagana 14., 21. og 28. mars 2020
kl. 14:30-15:45

Verð (fyrir 3 x 75 mín.): 12.900kr
Hámarksfjöldi þátttakenda er 8

Um námskeiðið
Námskeiðið getur hentað vel þeim börnum sem glíma við kvíða en getur einnig haft mjög jákvæð fyrirbyggjandi áhrif á öll börn.  Á námskeiðinu er unnið með hugleiðslur og sjálfstyrkingaræfingar sem miða að því að draga úr spennu og kvíða og efla sjálfstraust, sjálfskærleik, slökun og innra jafnvægi.

Þátttakendur fá aðgang að leiddum hugleiðsluæfingum til að iðka heima á meðan á námskeiðinu stendur.
______________________________________________________________________________________

HUGLEIÐSLUSTUND FYRIR FJÖLSKYLDUNA

Verið hjartanlega velkomin í endurnærandi stund þar sem börn og foreldrar/aðstandendur njóta þess að hugleiða saman. Börn á grunnskólaaldri og foreldrar þeirra eru velkomin í tímann (hentar sérstaklega vel 6-12 ára).

Í tímanum verður unnið með hugleiðslu á skapandi og skemmtilegan hátt þar sem börnin eru virkir þátttakendur. Markmið tímans er að efla innra jafnvægi, einbeitingu, sjálfskærleik og slökun. Fjölskylduhugleiðslustundin getur einnig verið fjölskyldum hvatning til að gera hugleiðslu að daglegri iðkun innan heimilisins.

Kennari: Stefanía Ólafsdóttir, höfundur Heillastjörnuefnisins

Verð:
2.500kr fyrir eitt barn og foreldri,
3.300kr fyrir fjölskylduna ef börnin eru fleiri en eitt
Fjölskylduhugleiðsla

Á laugardögum kl. 13:00-13:50
Athugið að ekki er um námskeið að ræða heldur stök skipti.

Næstu dagsetningar 2020
18. apríl – 2. maí

Verð:
2.500kr fyrir eitt barn og foreldri,
3.300kr fyrir fjölskylduna ef börnin eru fleiri en eitt
Greitt á staðnum!
———————————————————————

Hér er dásamleg hugleiðslu síða með alls kyns hugleiðslur,  Við í Jógasetrinu hlökkum til samstarfs við Heillastjörnu á nýju ári

Hugleiðsla og sjálfstyrking fyrir börn

Pin It on Pinterest

Share This