Hátíðar Sadhana á Vetrarsólstöðum 21.des.

Hátíðar Sadhana á Vetrarsólstöðum 21.des.

Föstudag 21. desember kl. 06.00 – 08.30 

Við komum saman árla morguns og fögnum hækkandi sól. Lesum helgan texta, gerum jóga, slökum og syngjum upplyftandi möntrur.

BLISS SISTERS:
Lifandi tónlist með  Bjartey Sveinsdóttur og Kristínu Bergsdóttur.


“What you vibrate you become”

Undanfarin ár hefur Vetrarólstöðu Sadhana í Jógasetrinu verið eitt fjölmennasta Sadhana ársins. Morguninn hefur löngum þótt besti tíminn fyrir jóga og hugleiðslu. Morgun Sadhana hjálpar okkur að sigra daginn, sigra letina og stilla okkar innra hljóðfæri. Lyftum saman hugum og hjörtum móts við hækkandi sól!

Verið velkomin kæru vinir og takið gesti með. Fyllum salinn af orku, gleði, þakklæti og von. Þvi fleiri því meiri orka

Frítt og allir hjartanlega velkomnir. Takið vini með.

“Give because God gives to you. Love because that is your purpose in life. Shine because it is important. Share because it is demanded of you. How can you do it? In Japji, Guru Nanak gave you guidance, telling you the way he found liberation: ‘In the ambrosial hour, meditate on the True Identity. Your karma will be covered and you will see the door of liberation.’

“Rise up and praise your conception, your reality, your identity and soul. Understand your Creator—examine it. Make your heart flow like a river—all your difficulties will wash away. The ambrosial hour is the time to get ready to go to the Universe; it is the hour of your life. Do you want to be happy, prosperous, gracious? Do you want to know everything? Do you want to have things come to you? If you cover a magnet with rubber it will not attract anything. Realize that this time is given to you to be pure and to live in piety, with a burning fire of compassion, touching every heart.”
-Yogi Bhajan

Grunnnámskeið í Kundalini Jóga

Grunnnámskeið í Kundalini Jóga

” Að vekja upp eldinn og vakna til þín ”

Grunnnámskeið í Kundalini jóga  7.janúar – 2.febrúar

TILVALIN JÓLAGJÖF  fyrir þig eða aðra.    “Gefðu vellíðan ”
Frábært að byrja nýja árið með kröftugri jógaástundun og góðum ásetningi. Minna þig á að lifa til fullnustu í þínum styrk og styrkja andlegu vöðvana um leið og þá líkamlegu. 

Mánudaga og miðvikudaga kl. 18.45-20.00
Einnig er velkomið að nýta sér aðra opna tíma í stundaskrá á meðan á námskeiðinu stendur.

Nánar  um nnámskeiðið HÉR

Jóga fyrir 60 plús á nýju ári

Jóga fyrir 60 plús á nýju ári

“Gefðu vellíðan í jólagjöf”

Aldrei of seint að byrja að stunda jóga – Allt á þínum forsendum!

NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST ÞRIÐJUDAGINN 8. JANÚAR
8.janúar – 28.febrúar
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-14.30
Verð 21.000 kr. ( 8 vikur )

Verið velkomin að prófa – takið vini með!

Kennari: Auður Bjarnadóttir

Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins. Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, gleði, liðleika, hugleiðslu og slökun. 

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.
Léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika.
Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, hjarta og líkama. Velkomið að koma og prófa. Ef þú vilt koma oftar en einu sinni í viku, þá endilega spjallaðu við okkur um fleiri möguleika. Sjá Stundarskrá.

MEÐMÆLI: 
Ég hef verið í jóga áður, nokkrum sinnum, en aldrei haft eins gaman og mikið gagn eins og af þessu námskeiði. Öll umgjörð persónuleg og hlýleg, bæði kennslan og öll samskipti við starfsfólk. Það hentar mér fullkomlega. Hlakka til að byrja í haust. Bkv. Sigrún Björnsdóttir

Vertu velkomin til okkar í hlýlega Jógasetrið í Skipholt 50c

SKRÁNING ÝTTU HÉR
Þú getur líka sent okkur email á jogasetrid@jogasetrid.is eða skráð þig hjá okkur þegar þú kemur í Skipholti 50c, (
sama hús og Pitan og Sveinsbakarí)

“Við verðum ekki eldri með árunum, en nýrri með hverjum deginum”

JÓGA fyrir UNGLINGA 12-14 ára

JÓGA fyrir UNGLINGA 12-14 ára

16.janúar –  10. apríl  ( 13 vikur )

Miðvikudaga kl. kl. 16.00- 17.00 – Velkomið að koma og prófa og taka vini með!

Á námskeiðinu er tvinnað saman skemmtilegum jógastöðum, öndunaræfingum, hugleiðslu og slökun. Jóga gefur okkur orku, styrk, gleði og kyrrð.

Sérstök áhersla er lögð á æfingar sem hjálpa til að kyrra hugann, styrkja einbeitingu og sjálfstraust.

Jóga er fyrir alla: íþróttatýpur, bókaorma, stirða sem liðuga, stráka og stelpur. Jóga eflir þína persónulegu tengingu við þig sjálfa(n). Við keppumst ekki um að vera best í jóga heldur er markmiðið að vera besta útgáfan af sjálfum okkur.

Verð 21.500 kr.
Skráning inná www.jogasetrid.is

Pabbajóga

Pabbajóga

LEIKUR – SAMVERA – GLEÐI

Við vorum með fyrsta pabbajóga námskeiðið í vor. Nú viljum við gjarnana heyra af áhugasömum og safna í hóp fyrir haustið. Endilega sendið okkur línu ef áhugi er fyrir hendi. Og gjarnan hvaða tími hentar best feðrum í fæðingarorlofi. Allar hugmyndir vel þegnar á jogasetrid@jogasetrid.is

Pabbi mætir með barnið frá 4-10 mánaða og við gerum jóga saman og ýmsar æfingar til styrkingar og tengsla. Allt í gleði og leik.

PABBAJÓGA er námskeið þar sem feður og börn stunda mjúka og styrkjandi en jafnframt skemmtilega og nærandi hreyfingu saman. Teygjur, liðleiki og slökun, en börnin fá sannarlega sína athygli líka með því að taka þátt í leikandi æfingum. Pabbajóga er frábært tækifæri til að hitta aðra feður og börnin önnur börn.

Karlajóga

Karlajóga

Mánud. og fimmtud. kl. 20.15 – 21.15

Karlajóga er komið í sumarfrí en byrjar aftur í byrjun september. ALLIR KARLAR eru þó velkomnir í sumar í opna stundaskrá!

Velkomið að mæta líka í aðra opna tíma í stundarskrá. Vinsamlegast mekdið ykkur í móttöku eða hjá kennara.

Kennari:  Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Karlajóga fór á flug með Birgi  haustið 2015 og nú er kominn sterkur kjarni í karlajóga. Jóga er komið til að vera og æ fleiri karlar þiggja þessi frábæru fræði og jógaiðkun til líkamlegrar og andlegrar vellíðunar!

Jóga fyrir karla – líka stirða og stressaða! Ein algengasta athugasemdin sem jógakennarar fá þegar þeir fara að dásama jógaiðkun er: “Jóga er nú ekki málið fyrir mig, ég er nefnilega svo rosalega stirður”. Einnig halda sumir að stressaðir einstaklingar eigi ekkert erindi í jóga. Jógaiðkun sé aðeins fyrir sallarólega einstaklinga sem eru með allt sitt á hreinu. Sú er auðvitað alls ekki raunin. Stirðir og stressaðir einstaklingar eru einmitt þeir sem hafa einna mest gagn af því að stunda jóga. Málið er bara að byrja rólega og hlusta vel á líkamann.

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem eru með engan eða lítinn grunn í jóga. En allir karlar auðvitað velkomnir. Farið verður rólega af stað en smám saman verða æfingarnar aðeins meira krefjandi. Allir tímarnir enda síðan á góðri slökun. Við vonumst svo til að þátttakendur á námskeiðinu haldi áfram iðkun eftir að námskeiðinu lýkur og að jógaiðkun verði áfram ómissandi hluti af lífinu.

“I am a man of infinity, in pursuit of my destiny”

Pin It on Pinterest