OPIÐ KORT í jóga

OPIÐ KORT í jóga

MORGUNTÍMAR – HÁDEGI – SÍÐDEGI OG KVÖLDTÍMAR

Kundalini – Hatha – Jóga Nidra – Mjúkt Jóga

OPIÐ KORT- Frjáls mæting í opna tíma Kundalini jóga, Hatha jóga,  Jóga Nidra, og Mjúkt jóga.  (gildir í alla tíma nema lokuð sérnámskeið) Í boði eru mánaðarkort – 10 tíma kort – annarkort eða árskort.

Verið hjartanlega velkomin í Jógasetrið í fjölbreytta stundarskrá. Dásamlegt að blanda saman Kundalini, Hatha, Mjúku Jóga og Jóga Nidra til að fá styrk, kjark, áræðni, mýkt og djúpa slökun inn í lífið. Frábærir kennarar deila reynslu sinni og þekkingu. Sturtur á staðnum. Verið velkomin í frían prufutíma.

Stundaskrá
Nánar um Kundalini jóga
Nánar un Hatha jóga
Nánar um Jóga Nidra

SKRÁ MIG Á NÁMSKEIÐ
LEIÐBEININGAR UM SKRÁNINGU

SADHANA: 1. og 3.sunnudag í mánuði:
kl. 06.00-08.30 að morgni dags. (frítt og allir velkomnir)

“Við erum andlegar verur með mannlega reynslu”  Yogi Bhajan.

Karlajóga til jóla með Birgi

Karlajóga til jóla með Birgi

Mánud. og fimmtud. kl. 20.15 – 21.15

Birgir er mættur aftur til leiks eftir tveggja mánaða frí. Kennt er til 21.des. en opið í aðra tíma til 30.des. Einnig velkomið að mæta í aðra opna tíma í stundarskrá á meðan á námskeiðinu stendur. Vinsamlegast meldið ykkur í móttöku eða hjá kennara.

Kennari:  Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Einn mánuður  13.000 kr.
Tveir mánuðir 22.000

SKRÁNING

Karlajóga fór á flug með Birgi  haustið 2015 og nú er kominn sterkur kjarni í karlajóga. Jóga er komið til að vera og æ fleiri karlar þiggja þessi frábæru fræði og jógaiðkun til líkamlegrar og andlegrar vellíðunar!


Jóga fyrir karla – líka stirða og stressaða! 
Ein algengasta athugasemdin sem jógakennarar fá þegar þeir fara að dásama jógaiðkun er: “Jóga er nú ekki málið fyrir mig, ég er nefnilega svo rosalega stirður”. Einnig halda sumir að stressaðir einstaklingar eigi ekkert erindi í jóga. Jógaiðkun sé aðeins fyrir sallarólega einstaklinga sem eru með allt sitt á hreinu. Sú er auðvitað alls ekki raunin. Stirðir og stressaðir einstaklingar eru einmitt þeir sem hafa einna mest gagn af því að stunda jóga. Málið er bara að byrja rólega og hlusta vel á líkamann.

Fyrir alla karla og byrjendur velkomnir. Farið verður rólega af stað en smám saman verða æfingarnar aðeins meira krefjandi. Allir tímarnir enda síðan á góðri slökun. Við vonumst svo til að þátttakendur á námskeiðinu haldi áfram iðkun eftir að námskeiðinu lýkur og að jógaiðkun verði áfram ómissandi hluti af lífinu.

SKRÁNING

 

“I am a man of infinity, in pursuit of my destiny”

Grunnnámskeið í Kundalini jóga 6.nóv. – 2.des.

Grunnnámskeið í Kundalini jóga 6.nóv. – 2.des.

Mánudaga og miðvikudaga kl. 18.45-20.00
Einnig er velkomið að nýta sér aðra opna tíma í stundaskrá.
Verð: 17.000 kr.

Farið er í undirstöðuatriði í Kundalini jóga. Kenndar eru líkamsstöður, líkamsbeiting, möntrur og öndunaræfingar. Í Kundalini jóga eru kenndar “kriyur”, sem er samsetning ákveðinna æfinga í ákveðinni röð til að skapa ákveðin áhrif. Td. kriya fyrir hjartað, nýrun, að styrkja ónæmiskerfið, áræðni og miðjustyrking, o.s.frv.

Kundalini jóga er ævaforn leið og var í upphafi aðeins kennt frá kennara til nemanda en Yogi Bhajan taldi 1963 að tími væri kominn til að opna fræðin fyrir almenningi. Kundalini jóga (Yogi Bhajan) er kröftugt, skjótvirkt og umbreytandi jóga.

“Hreyfðu við orkunni og lífsorkan greiðir leiðina”
“Vibrate the cosmos and the csmos clears the path” Y. Bhajan

Kennari:  Inga Reynisdóttir

Nánar um Kundalini jóga 

Skráning á www.jogasetrid.is

Jóga fyrir 60 + Nýtt námskeið

Jóga fyrir 60 + Nýtt námskeið

Aldrei of seint að byrja að stunda jóga – Allt á þínum forsendum!

NÆSTA NÁMKSKEIÐ  24.okt – 14.des – 8 vikur
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-14.30
Verð 19.500 kr.

Kennari: Thelma Björk Jónsdóttir 

Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins. Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, liðleik, hugleiðslu og slökun.

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.
Léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika.
Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, hjarta og líkama. Velkomið að koma og prófa. Ef þú vilt koma oftar en einu sinni í viku, þá endilega spjallaðu við okkur um fleiri möguleika. Sjá Stundarskrá.

Vertu velkomin til okkar í hlýlega Jógasetrið í Skipholt 50c

SKRÁNING: http://jogasetrid.is/um-okkur/skraning-og-greidsla/
Þú getur líka sent okkur email á jogasetrid@jogasetrid.is eða skráð þig hjá okkur þegar þú kemur í Skipholti 50c, (
sama hús og Pitan og Sveinsbakarí)

“Við verðum ekki eldri með árunum, en nýrri með hverjum deginum”

Orkustöðvarnar þínar 3.október

Orkustöðvarnar þínar 3.október

8 vikna námskeið þar sem þú lærir að þekkja þig betur og finna styrkinn þinn með því að lesa í eigin orkustöðvar með Kundalini jóga og jógískri talnaspeki.

3.október – 21.nóvember
Þriðjudaga kl. 20.15 -21.30

Námskeiðslýsing.
Markmið námskeiðsins er að skoða mannlega lífsorku í daglegu lífi og gefa nemendum breiða og haldgóða innsýn í fyrirbæri, lögmál og kenningar í jógafræðunum. Á námskeiðinu verður gert jóga og farið í æfingar sem gefa reynslu og innsýn inn í mátt orkunnar í líkamanum.
Kundalini er einskonar kraftur eða rafmagn sem býr innra með öllum mannverum. Við erum með 8 orkustöðvar. Þessi kraftur býr í neðstu tveimur orkustöðvunum. Við notum þennan kraft á hverjum degi til að lifa. Því meira sem við örvum þessa orku því meiri kraft fáum við og því meiri sem orkan er því meðvitaðri erum við. Ef við erum dugleg að örva þessa orku þá getur hún farið upp alla hryggjasúluna og við komumst í tengingu við alheimsvitundina. Líkaminn okkar er hannaður eins og hljóðfæri og við getum sjálf stillt þetta hljóðfæri á þá tíðni sem okkur langar. Á tíðni kærleika sem er í samhljómi við sálina okkar. Sálin er partur af öllum heiminum. Markmið sálarinnar er að tengjast alheimskraftinum og þannig vera þáttakandi í sköpunarverkinu.

Kennsluyfirlit
1. Orkustöðvarnar.
2. 10 líkamar
3. Að komast í hlutleysi og finna núllið
4. Leyfðu tölunum að leiðbeina þér.
5. Frelsi í flæði.
6. Talnaspeki
7. Endurhlöðum orkugeyma.
8. Samantekt, virkjum orkusöðvar saman.

Kennari Estrid Þorvaldsdóttir
Estrid Þorvaldsdóttir, byrjaði í kundalini yoga kennararnámi í september 2008. Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan, hefur notið vaxandi vinsælda og er stundum kallað jóga hins vinnandi fólks. Estrid starfar sem yoga kennari og ráðgjafi og leiðsögumaður um fjöll og fyrnindi. Hún er í framhaldsnámi í kundalini yoga fræðum. Hún vinnur einnig með orkustöðvar heilun byggt á vísindum kundalini yoga og veitir persónulega ráðgjöf við að finna út hvaða orkustöðvar eru í ójafnvægi og veita hugleiðslur og yogaæfingar sem hjálpa viðkomandi finna þitt eðlilega ástand. Estrid kennir Kundalini jóga, Orkustöðvanámskeið og er einnig með einkatíma í Orkustöðvarlestri.

Verð 24.000kr.
20% afsláttur fyrir iðkendur Jógasetursins
Þáttakendur fá 20% afslátt af 10 tíma korti, mánaðr og tveggja mánaðakorti.
skráning á http://jogasetrid.is/

JÓGASETRIÐ – SKIPHOLT 50c

Jóga fyrir 12-14 ára 20.september

Jóga fyrir 12-14 ára 20.september

FRÍR PRUFUTÍMI  – UNGLINGAJÓGA
Miðvikudaga kl. 15.45 – 16.45
20.september – 13.desember ( 13 vikur )

Á námskeiðinu er tvinnað saman skemmtilegum jógastöðum, öndunaræfingum, hugleiðslu og slökun. Jóga gefur okkur orku, styrk, gleði og kyrrð. Sérstök áhersla er lögð á æfingar sem hjálpa til að kyrra hugann, styrkja einbeitingu og sjálfstraust. Jóga er fyrir alla: íþróttatýpur, bókaorma, stirða sem liðuga, stráka og stelpur. Jóga eflir þína persónulegu tengingu við þig sjálfa(n). Við keppumst ekki um að vera best í jóga heldur er markmiðið að vera besta útgáfan af sjálfum okkur.

“Það er hamingjuréttur hverrar manneskju að vera hraust, heilbrigð og hamingjusöm”

Verð: 19.000 kr. (hægt að nota frístundastyrk) – 13 vikur
20% afsláttur fyrir systkini.
SKRÁNING Á http://jogasetrid.is/namskeid/krakkajoga/

Kennari Estrid Þorvaldsdóttir

MEÐMÆLI
A…… elskar jógað hjá ykkur Hún glímir við mikinn kvíða, lélega sjálfsmynd og stress sem hefur hamlað henni mikið í öðrum íþróttum. Núna nýtur hún sín til fulls og hlakkar til hvers tíma. Á móti jóganu stundar hún sund einu sinni í viku. Við myndum bara helst vilja hafa fleiri jógatíma í viku. Ég mæli hiklaust með þessum dásamlegu tímum.