GLEÐILEGT SUMAR

GLEÐILEGT SUMAR

GLEÐILEGT SUMAR kæru vinir og takk fyrir frábæran jógavetur!

Sumarjóga / Nidra kl 10:00-11:15 á Sumardaginn fyrsta  19. apríl –  Frí í hefðbundinni stundaskrá 

“Í augum þeirra sem ég elska sé ég ást Guðs, í sumargolunni skynja ég kærleika hans og söngur fuglanna opinberar mér fegurð hans.”

Hugleiðslukvöld með Tolla

Hugleiðslukvöld með Tolla

ALLIR VELKOMNIR Í KVÖLD 18.APRÍL MEÐ TOLLA

4. 11. og 18. apríl kl. 20.00 – 21.15

3 kvöld með Tolla þar sem við skoðum 3 grunnatriði í hugleiðslu og Núvitund.

Reynum að glöggva okkur á því hvers vegna kærleikurinn er svona mikilvægur þegar við erum að iðka hugleiðslu til þess að vaxa í.

Fyrir byrjendur og lengra komna því þeir eru alltaf byrjendur.

Frjáls framlög – Allur ágóði rennur til munaðarleysingja heimilis hjá Óla Halldórs í Kenya 🙂

Sæll meistari…

Ég fór sem sagt til Keníu, í vetur sem leið, að hitta gamlan mann, vin mömmu heitinnar. Fyrst ég var að brölta þetta á annað borð hafði ég miðann opinn, með það í huga að ferðast aðeins um. Vinur minn sem er Masai og býr í Masailandi tók vel á móti mér og ég var þar í vellystingum í 3 vikur. Ég gæti sagt frá undrum og stórmerkjum þaðan í allan dag. mest kom mér á óvart hvað Masaiar eru almennt vel staddir, miðað við nágrannana. Bæði hvað varðar lífsgæði svo sem land og beljur. En ekki síður hvað varðar ríka menningu og þekkingu á náttúrinni.

En sem sagt langaði mig til að sjá aðins meira af Afríku fyrst ég var mættur á annað borð. Tanzanía var efst á blaði. En til að komast þangað er best að fara gegnum borgina Kisumu. við Viktoríu vatn. Um leið og ég tilkynnti um þessa ferðaáætlun mína hringdi einhver í vin sem hann átti í Kisumu og rétti mér síðan tólið.

Við Swale áttum pínulítið erfitt með að skilja ensku hvors annars, rétt í byrjun. En hlýja og mannkærleikur streymdi frá þessari rödd, sem bauð mér að koma í heimsokn. Ég átti samt ekki alveg von á því sem tók á móti mér . eitt stykki munaðarleysingjahæli, nánast sjálfsprottið og algerlega úrsérsprottið.

Swale, er sjálfur munaðarleysingi frá þriggja ára aldri, af Luo ættbálkinum (þeim sama og Obama). eftir ótrúlegar raunir komst hann undir verndarvæng góðs fólks. Hann lærði rafvirkjun og rekur verkstæði og búðarholu í borginni Kisumu. Konan hans sér að mestu leiti um afgreiðslu þar núna.. Ég verð að skjóta því inní hér að fjöldi munaðarleysingja er á allt öðru leveli víðast hvar í Afríku en það sem við eigum að venjast. HIV, ofbeldi og ýmsir tróbískir sjúkdómar, ásamt lamaðri heilbrigðisþjónustu veldur þar mestu um. Fyrir 5-6 árum tóku þau hjónin að sér 4 munaðarleysingja. Til að gera langa sögu stutta óx verkefnið ansi fljótt. Öldruð ekkja, Mama Jumama gaf jarðarpart, ásamt því að hún gefur part af allri uppskeru. Þetta er langt uppí sveit, skammt frá bæ sem heitir Oyugis Í dag eru meira en 50 munaðarleysingjar þar, af ýmsum ættbálkum. 

Ég var þarna í 3 vikur. Og ég varð ástfanginn upp fyrir haus. Þrátt fyrir gríðarlegan skort á nánast öllu er lífsgleði og kærleikur það fyrsta og það síðasta sem ég upplifði. Þau hafa ekki fengið neina aðstoð utanfrá og lifa algerlega frá degi til dags (from hand to mouth) og hjarta mitt grét. Þetta hlýtur að vera draumaverkefni fyrir hjálparsamtök og ég hafði samband við tvenn hjálparsamtök. Önnur svöruðu hlýlega, en sögðu að kvótinn fyrir Keníu væri því miður búinn, hin svöruðu aldrei fyrirspurnum mínum.

Tími minn í Keníu var á þrotum og gat ekki yfirgefið þessi börn án þess að gera eitthvað. Eftir smá íhugun fæddist dálítið plan. Það sem við köllum smáaura kalla þeir sem ekkert eiga peninga. Ég reiknaði út hvað ég gæti átt aflögu og bætti oná það einhverju sem ég taldi öruggt að ég gæti betlað útúr vinum og vandamönnum. Síðan ákváðum við Swale að ég mundi senda mánaðarlega sem samsvarar 50000 is kr, sem færi í það allra nauðsynlegasta, mest mat. Ef betlið gengi vel mundum við síðan skoða lúksus svo sem föt, skó, skólatöskur… jafnvel heilbrigðisaðstoð, en það er sennilega fjarlægur draumur. Eina  læknisaðstoð sem er í boði er Parasetamol og hlýleg orð. Nokkur af börnunum eru með HIV… 

Betlið hefur gengið vonum framar og við Swale erum farnir að íhuga hver næsti leikur sé… .

Kær kveðja, ást og friður. Ó. H.

Pabbajóga – Nýtt námskeið 13. apríl

Pabbajóga – Nýtt námskeið 13. apríl

LEIKUR – SAMVERA – GLEÐI

NÝTT NÁMSKEIÐ 13. apríl – 11. maí
Föstudaga  kl. 14.00-15.15
( opið kort fylgir í aðra tíma fyrir pabbann )

Velkomnir að prófa á föstudag.

Pabbi mætir með barnið frá 4-10 mánaða og við gerum jóga saman og ýmsar æfingar til styrkingar og tengsla. Allt í gleði og leik. Á föstudögum með barnið og svo getur pabbi líka valið að koma líka sjálfur í aðra tíma í stundarskrá, td. karlajóga á ma´nud. og fimmtud. kl. 20.15

Verð 14.000 ( 5 vikur )

PABBAJÓGA er námskeið þar sem feður og börn stunda mjúka og styrkjandi en jafnframt skemmtilega og nærandi hreyfingu saman. Teygjur, liðleiki og slökun, en börnin fá sannarlega sína athygli líka með því að taka þátt í leikandi æfingum. Pabbajóga er frábært tækifæri til að hitta aðra feður og börnin önnur börn.

JÓGA FYRIR 60 PLÚS – 6. mars

JÓGA FYRIR 60 PLÚS – 6. mars

Aldrei of seint að byrja að stunda jóga – Allt á þínum forsendum!

NÆSTA NÁMSKEIÐ
þriðjudag 6.mars – 26. apríl

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-14.30

Verð 21.000 kr. –  8 vikur

Kennari: Thelma Björk Jónsdóttir 

Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins. Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, liðleik, hugleiðslu og slökun.

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.
Léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika.
Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, hjarta og líkama. Velkomið að koma og prófa. Ef þú vilt koma oftar en einu sinni í viku, þá endilega spjallaðu við okkur um fleiri möguleika. Sjá Stundarskrá.

Vertu velkomin til okkar í hlýlega Jógasetrið í Skipholt 50c

SKRÁNING HÉR
Þú getur líka sent okkur email á jogasetrid@jogasetrid.is eða skráð þig hjá okkur þegar þú kemur í Skipholti 50c, (
sama hús og Pitan og Sveinsbakarí)

“Við verðum ekki eldri með árunum, en nýrri með hverjum deginum”

Parajóga – Námskeið 15. apríl

Parajóga – Námskeið 15. apríl

NÝTT NÁMSKEIÐ sunnudag 15. apríl 

Í Parajóga eru allir velkomnir sem hafa félaga með sér. Vinir og makar, ættingjar og meðleigjendur, ferðafélagar og sálufélagar, allir velkomnir!

Við njótum þess að gera jóga saman. Gerðar verða jógaæfingar og stöður í sameiningu. Lykilatriðið er samstilling í gegnum öndun, hreyfingu, traust og öryggi. Við dýpkum stöðurnar með mýkt og góðri hlustun. Barnshafandi pör líka velkomin!

Sunnudaga kl. 14.30-15.45
15. apríl – 6. maí
16.000 kr. fyrir parið. – 4 skipti
20% afsláttur fyrir korthafa Jógasetursins

Karlajóga

Karlajóga

Mánud. og fimmtud. kl. 20.15 – 21.15

( Einnig velkomið að koma í aðra opna tíma í stundarskrá )

VORÖNN  2. janúar – 31. maí

VERÐ:
Einn mánuður  13.500 kr.

Vorönn  48.000 kr. ( 5 mánuðir) 

Velkomið að mæta líka í aðra opna tíma í stundarskrá. Vinsamlegast mekdið ykkur í móttöku eða hjá kennara.

Kennari:  Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Karlajóga fór á flug með Birgi  haustið 2015 og nú er kominn sterkur kjarni í karlajóga. Jóga er komið til að vera og æ fleiri karlar þiggja þessi frábæru fræði og jógaiðkun til líkamlegrar og andlegrar vellíðunar!

Jóga fyrir karla – líka stirða og stressaða! Ein algengasta athugasemdin sem jógakennarar fá þegar þeir fara að dásama jógaiðkun er: “Jóga er nú ekki málið fyrir mig, ég er nefnilega svo rosalega stirður”. Einnig halda sumir að stressaðir einstaklingar eigi ekkert erindi í jóga. Jógaiðkun sé aðeins fyrir sallarólega einstaklinga sem eru með allt sitt á hreinu. Sú er auðvitað alls ekki raunin. Stirðir og stressaðir einstaklingar eru einmitt þeir sem hafa einna mest gagn af því að stunda jóga. Málið er bara að byrja rólega og hlusta vel á líkamann.

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem eru með engan eða lítinn grunn í jóga. En allir karlar auðvitað velkomnir. Farið verður rólega af stað en smám saman verða æfingarnar aðeins meira krefjandi. Allir tímarnir enda síðan á góðri slökun. Við vonumst svo til að þátttakendur á námskeiðinu haldi áfram iðkun eftir að námskeiðinu lýkur og að jógaiðkun verði áfram ómissandi hluti af lífinu.

“I am a man of infinity, in pursuit of my destiny”

Pin It on Pinterest