40 daga hugleiðsla Jógasetursins

40 daga hugleiðsla Jógasetursins

1.janúar – 9.febrúar 2019

Verið velkomin að vera með í yndislegri hugleiðslu sem róar hugann, opnar hjartað, gefur auðmýkt og djúpa kyrrð.

MANTRA: Guru Guru Wahe Guru, Guru Ram Das Guru í 11 mín.
Mantran á Youtube 

STAÐAN:
Barnið með hendur fram, í bænastöðu, lófar saman.
Sittu á hælum, enni í á jörðu ( eða púða ) og hendur strekktar fram í bænastöðu. Láttu þér líða vel og bjóddu kyrrðina heim.

Best er að finna sér góðan stað heima og gera hugleiðsluna á þeim tíma sem hentar þér best. Ef þú hefur tíma að setjast í kyrrðina á eftir er það líka mjög gott.

Við munum gera hugleiðsluna í öllum kundalini tímum í 40 daga og einnig í Sadhana á föstudögum.

INNSTILLING:
Ong namo Guru dev namo x þrisvar sinnum áður en þú byrjar.
Enda svo á sat nam.

“Fyrst skapar þú vanann, svo skapar vaninn þig”

Mantra er hljóð, orð eða samsetning orða sem notast er við í hugleiðslu og hefur margvísleg áhrif tengd innihaldi og merkingu þeirra.

“Learn one thing today: Let the past go. Let it go at any cost. Those who do not forget the past, but remember the past and make it their security will find it very difficult to have a good future. ” Y. Bhajan

Nánar:

Vorönn 2. janúar – 31. maí

Vorönn 2. janúar – 31. maí

VORÖNN  2. janúar – 31. maí 

MORGUNTÍMAR – HÁDEGI – SÍÐDEGI OG KVÖLDTÍMAR

OPIÐ KORT í Kundalini – Hatha – Jóga Nidra – Mjúkt Jóga – Vinyasa flæði

NÝIR TÍMAR: Vinyasa flæði þriðjud. og fimmtudaga kl. 7.45 – 8.45

Verið hjartanlega velkomin í Jógasetrið í fjölbreytta stundarskrá.  Það er velkomið að blanda saman Kundalini, Hatha, Mjúku Jóga og Jóga Nidra til að fá styrk, kjark, áræðni, mýkt og djúpa slökun inn í lífið.  Frábærir kennarar deila reynslu sinni og þekkingu.  Sturtur á staðnum. Verið velkomin í frían prufutíma.

OPIÐ KORT- Frjáls mæting í opna tíma Kundalini jóga, Hatha jóga,  Jóga Nidra, og Mjúkt jóga.  (gildir í alla tíma nema lokuð sérnámskeið) Í boði eru mánaðarkort – 10 tíma kort – annarkort eða árskort.

“Kærleiksríkt og dásamlegt andrúmsloft. Hver jógatími ný og nærandi upplifun. Auður og allir hinir kennararnir frábærir. Kundalini tímarnir og Nidra hafa bætt lífsgæði mín svo um munar og er ég óendanlega þakklát ” Geirlaug

Nánar

PARAJÓGA 19.janúar

PARAJÓGA 19.janúar

PARAJÓGA – NÝTT NÁMSKEIР 19. janúar  –   PARTNER YOGA – ENGLISH WELCOME
 
Laugardaga  kl. 17.00 – 18.15 –  3 skipti
 
Í Parajóga eru allir velkomnir sem hafa félaga með sér. Hvort sem það er maki, vinur eða fjölskyldumeðlimur. Við njótum þess að gera jóga saman. Gerðar verða jógaæfingar og stöður í sameiningu. Lykilatriðið er samstilling í gegnum öndun, hreyfingu, traust og öryggi. Við dýpkum stöðurnar með mýkt og góðri hlustun.
 
Very welcome with a partner, friend or family member. Yoga exercises and poses to connect, breath stretch and enjoy together!
 
13.000 kr. fyrir parið. – 3 skipti
20% afsláttur fyrir korthafa Jógasetursins
Velkomið að prófa fyrsta tímann og borga 4000kr sem gengur svo upp í námskeiðið.
 

Kennarar: Halla Hákonardóttir og Þórir Freyr Finnbogason

 

PARTNER YOGA – ENGLISH WELCOME

Very welcome with a partner, friend or family member. Yoga exercises and poses to connect, breath stretch and enjoy together!

HUGLEIÐSLUKVÖLD MEÐ TOLLA

HUGLEIÐSLUKVÖLD MEÐ TOLLA

Þriðjudagana  15. – 22 – 29. janúar og 5. febrúar kl. 20.15 – 21.30

Reynum að glöggva okkur á því hvers vegna kærleikurinn er svona mikilvægur þegar við erum að iðka hugleiðslu til þess að vaxa í.  Fyrir byrjendur og lengra komna því þeir eru alltaf byrjendur.

Frjáls framlög – Við þiggjum og við gefum!
Allur ágóði rennur til munaðarleysingja heimilis hjá Óla Halldórs í Kenya. Sjá nánar 

Grunnnámskeið í Kundalini Jóga

Grunnnámskeið í Kundalini Jóga

” Að vekja upp eldinn og vakna til þín ”

Grunnnámskeið í Kundalini jóga 11. febrúar – 10. mars

Mánudaga og miðvikudaga kl. 18.45-20.00
Einnig er velkomið að nýta sér aðra opna tíma í stundaskrá á meðan á námskeiðinu stendur.

Nánar  um nnámskeiðið HÉR

Pin It on Pinterest