DUNANDI  DANSGLEÐI 

DUNANDI  DANSGLEÐI 

DUNANDI  DANSGLEÐI  ýmist með  GONGSLÖKUN  eða  JÓGA NIDRA  ( liggjandi leidd hugleiðsla

Tilkynnum Sumardansinn síðar

 
Virkjum gleðina og leyfum orkunni að flæða um kroppinn í gegnum dansinn. Dásamleg leið til að enda vinnuvikuna og fara endurnærð inn í helgina.
 
Ragna Fróða fatahönnuður og DJ  leiðir okkur í frjálst flæði með sinni frábæru tónlist. Endum svo ýmist við heilandi Gongslökun eða töfra Jóga Nidra slökunar.
Umsjón Auður – Ragna – Unnur – Edda
 

VERÐ: 2000kr.  –   Allir velkomnir!

 
“Lífið snýst ekki um að bíða eftir að storminn lægi….heldur að læra að dansa í regninu “
Vorönn 2. janúar – 31. maí

Vorönn 2. janúar – 31. maí

VORÖNN  2. janúar – 31. maí 

MORGUNTÍMAR – HÁDEGI – SÍÐDEGI OG KVÖLDTÍMAR

OPIÐ KORT í Kundalini – Hatha – Jóga Nidra – Mjúkt Jóga – Vinyasa flæði

NÝIR TÍMAR: Vinyasa flæði þriðjud. og fimmtudaga kl. 7.45 – 8.45

Verið hjartanlega velkomin í Jógasetrið í fjölbreytta stundarskrá.  Það er velkomið að blanda saman Kundalini, Hatha, Mjúku Jóga og Jóga Nidra til að fá styrk, kjark, áræðni, mýkt og djúpa slökun inn í lífið.  Frábærir kennarar deila reynslu sinni og þekkingu.  Sturtur á staðnum. Verið velkomin í frían prufutíma.

OPIÐ KORT- Frjáls mæting í opna tíma Kundalini jóga, Hatha jóga,  Jóga Nidra, og Mjúkt jóga.  (gildir í alla tíma nema lokuð sérnámskeið) Í boði eru mánaðarkort – 10 tíma kort – annarkort eða árskort.

“Kærleiksríkt og dásamlegt andrúmsloft. Hver jógatími ný og nærandi upplifun. Auður og allir hinir kennararnir frábærir. Kundalini tímarnir og Nidra hafa bætt lífsgæði mín svo um munar og er ég óendanlega þakklát ” Geirlaug

Nánar

Jóga fyrir 60 plús

Jóga fyrir 60 plús

 

Aldrei of seint að byrja að stunda jóga – Allt á þínum forsendum!

NÆSTA NÁMSKEIÐ
5.mars – 2. maí
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-14.30
Verð 21.000 kr.
9 vikur –  Frí á Skírdag og Sumardaginn fyrsta 

Verið velkomin að prófa – takið vini með!

Kennari: Auður Bjarnadóttir

Nærandi jógatímar á stólum,  gólfi og á dýnu þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins. Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, gleði, liðleika, hugleiðslu og slökun. 

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.
Léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika.
Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, hjarta og líkama. Velkomið að koma og prófa. Ef þú vilt koma oftar en einu sinni í viku, þá endilega spjallaðu við okkur um fleiri möguleika. Sjá Stundarskrá.

MEÐMÆLI: 
Ég hef verið í jóga áður, nokkrum sinnum, en aldrei haft eins gaman og mikið gagn eins og af þessu námskeiði. Öll umgjörð persónuleg og hlýleg, bæði kennslan og öll samskipti við starfsfólk. Það hentar mér fullkomlega. Hlakka til að byrja í haust. Bkv. Sigrún Björnsdóttir

Vertu velkomin til okkar í hlýlega Jógasetrið í Skipholt 50c

SKRÁNING ÝTTU HÉR
Þú getur líka sent okkur email á jogasetrid@jogasetrid.is eða skráð þig hjá okkur þegar þú kemur í Skipholti 50c, (
sama hús og Pitan og Sveinsbakarí)

“Við verðum ekki eldri með árunum, en nýrri með hverjum deginum”

Pabbajóga

Pabbajóga

LEIKUR – SAMVERA – GLEÐI

Við vorum með fyrsta pabbajóga námskeiðið í vor. Nú viljum við gjarnana heyra af áhugasömum og safna í hóp fyrir haustið. Endilega sendið okkur línu ef áhugi er fyrir hendi. Og gjarnan hvaða tími hentar best feðrum í fæðingarorlofi. Allar hugmyndir vel þegnar á jogasetrid@jogasetrid.is

Pabbi mætir með barnið frá 4-10 mánaða og við gerum jóga saman og ýmsar æfingar til styrkingar og tengsla. Allt í gleði og leik.

PABBAJÓGA er námskeið þar sem feður og börn stunda mjúka og styrkjandi en jafnframt skemmtilega og nærandi hreyfingu saman. Teygjur, liðleiki og slökun, en börnin fá sannarlega sína athygli líka með því að taka þátt í leikandi æfingum. Pabbajóga er frábært tækifæri til að hitta aðra feður og börnin önnur börn.

KARLAJÓGA VORÖNN

KARLAJÓGA VORÖNN

KARLAJÓGA HEFST MÁNUDAGINN  7. JANÚAR
Mánud. og fimmtud. kl. 20.15 – 21.15

Einnig er velkomið að mæta í aðra opna tíma í stundarskrá á meðan á námskeiðinu stendur.  Velkomið að koma og prófa.

Vinsamlegast SKRÁÐU ÞIG Í GEGNUM HEIMASÍÐUNA 

Kennari:  Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Einn mánuður     13.500 kr
Vorönn 5 mán     48.000 kr. ( 9600 kr. á mánuði )
Árskort                99.000 kr.  Eingreiðsla
Áskrift                    8.500 kr. á mánuði ( 6 mánaða binditími )
ATH!  Iðkandi þarf að segja upp áskrift sjálfur ef hann vill hætta. Uppsagnafrestur er 2 mánuðir.)

SKRÁNING

Karlajóga fór á flug með Birgi  haustið 2015 og nú er kominn sterkur kjarni í karlajóga. Jóga er komið til að vera og æ fleiri karlar þiggja þessi frábæru fræði og jógaiðkun til líkamlegrar og andlegrar vellíðunar!


Jóga fyrir karla – líka stirða og stressaða!
Mjúkar teygjur , öndun. styrking og slökun í lok tímans.
Ein algengasta athugasemdin sem jógakennarar fá þegar þeir fara að dásama jógaiðkun er: “Jóga er nú ekki málið fyrir mig, ég er nefnilega svo rosalega stirður”. Einnig halda sumir að stressaðir einstaklingar eigi ekkert erindi í jóga. Jógaiðkun sé aðeins fyrir sallarólega einstaklinga sem eru með allt sitt á hreinu. Sú er auðvitað alls ekki raunin. Stirðir og stressaðir einstaklingar eru einmitt þeir sem hafa einna mest gagn af því að stunda jóga. Málið er bara að byrja rólega og hlusta vel á líkamann.

Fyrir alla karla og byrjendur velkomnir.  Allir tímarnir enda síðan á góðri slökun.

SKRÁNING

“I am a man of infinity, in pursuit of my destiny

Pin It on Pinterest