Mæðradags Kirtan – Mother´s day kirtan

Mæðradags Kirtan – Mother´s day kirtan

Sunnudagur  12.maí kl. 11.33 -12.33
Alþjóðlegur Mæðradagur er tileinkaður mæðrum, hinni miklu móðurorku sem umvefur, nærir og jarðtengir til að lyfta í hæstu hæðir. Móðirin fæðir og klæðir, græðir og galdrar.

Móðirin er einnig sú sem umber ýmislegt, margt og misjafnt. Tilbúin að fyrirgefa, taka í sátt og elska á ný. Mamman er svo margt í mörgu og tekur á sig fjölbreytt form.

Við lifum nú á tímum þar sem móðurorkan, gyðjuorkan er rísandi og eitt af því dýrmæta sem við getum gert er að koma saman með öðrum í andans náð. Syngja saman, spila, deila gjöfum sínum í samveru. Verið velkomin að taka hljóðfæri með 🙂

Af þessu tilefni verður notaleg samverustund á mæðradeginum. Við hefjum stundina kl 11:33 með möntrum og söng úr hefð Kundalini Yoga og í lokin er Gong slökun. Eftirá bjóðum við uppá te og hnetur. Það er einnig frjálst að koma með nasl til að deila með sér.

Bjóðum allar konur innilega velkomnar, karlmenn og börn á öllum aldri einnig hjartanlega velkomin. Frjáls framlög,

ást&friður

Sunday May 12th at 11.33 -12.33
Mothers day where we celabrate the divine feminine energy that all surrounds, nourishes, grounds and lifts us up to the infinite skies.

The mother endures all sorts of things, willing to give and forgive, make peace and love again. The mother is a multilevel energy, appearing in many ways and forms.

We are living at a spectacular time in history (her story) and experiencing the rise of the divine feminine energy all around and in ourselves, bothe male and female, as we all possess these qualities.
To gather and sing, chant, play and share is so precious and essential to our community connection. Feel free to bring instruments and play along 🙂

For this special day we invite all to gather on sunday in Jógasetrið at 11:33 and we will chant and sing mantras from the Kundalini Yoga tradtition. The session ends with Gong relaxation. Afterwards we invite all to share tea and snacks together and please feel free to bring something to share and care.

All women warmly welcome, also men and children at all ages 🙂 Free donation

peace&love

VORNÁMSKEIÐ 60 plús

VORNÁMSKEIÐ 60 plús

“Þegar ég kem úr jóga þá á ég bara allan heiminn”   Magga  88 ára

NÆSTA NÁMSKEIÐ
7. – 30.maí
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-14.30
Verð 10.500 kr.
4 vikur 

Kennari: Auður Bjarnadóttir

Verið velkomin að prófa – takið vini með! Aldrei of seint að byrja að stunda jóga – Allt á þínum forsendum!

Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins. Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, gleði, liðleika, hugleiðslu og slökun.

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.
Léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika.
Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, hjarta og líkama. Velkomið að koma og prófa. Ef þú vilt koma oftar en einu sinni í viku, þá endilega spjallaðu við okkur um fleiri möguleika. Sjá Stundarskrá.

MEÐMÆLI:
“Ég hef verið í jóga áður, nokkrum sinnum, en aldrei haft eins gaman og mikið gagn eins og af þessu námskeiði. Öll umgjörð persónuleg og hlýleg, bæði kennslan og öll samskipti við starfsfólk. Það hentar mér fullkomlega. ”  Bkv. Sigrún Björnsdóttir

Vertu velkomin til okkar í hlýlega Jógasetrið í Skipholt 50c

SKRÁNING ÝTTU HÉR
Þú getur líka sent okkur email á jogasetrid@jogasetrid.is eða skráð þig hjá okkur þegar þú kemur í Skipholti 50c, (
sama hús og Pitan og Sveinsbakarí)

“Við verðum ekki eldri með árunum, en nýrri með hverjum deginum”

Yin Yoga Nidra með kjarnaolíum

Yin Yoga Nidra með kjarnaolíum

4  vikna námskeið  6. – 29.maí

Yin nálgun á jógíska iðkun merkir að áherslan er á að fara hægt og rólega inní jarðtengjandi og opnandi stöður (asana) ásamt því að hlusta eftir öndun.

Flestar stöðurnar eru iðkaðar sitjandi eða liggjandi þar sem líkaminn fær að dvelja í nokkrar mínútur í hverri stöðu.
Boðið verður uppá að nota kjarnaolíur til að styðja við þessa iðkun og stuðla að því að dýpka öndun og róa hugsanaflökt.
Hver stund endar á djúpnærandi jóga nidra Gong slökun.

Kennt er á mánudögum og miðvikudögum kl 18:45 – 20:00
Mælt er með því að mæta í þægilegum, hlýjum fötum, jafnvel með ullarsokkana meðferðis.

Dýnur, púðar, teppi og aðrir nytsamir fylgihlutir eru á staðnum, þó er auðvitað velkomið að koma með eigin búnað.

Námskeið 6.maí – 29.maí –  4.vikur
Verð: 18.000 kr.
Einnig velkomið að koma í aðra tíma í opinni stundaskrá.

Námskeiðið leiðir Þorgerður Gefjun Sveinsdóttir

JÓGA fyrir UNGLINGA 12 -15 ára

JÓGA fyrir UNGLINGA 12 -15 ára

Miðvikudaga kl. kl. 16.00- 17.00
6 vikna námskeið 24. apríl – 29. mars
Verð 9.500 kr

Á námskeiðinu er tvinnað saman skemmtilegum jógastöðum, öndunaræfingum, hugleiðslu og slökun. Jóga gefur okkur orku, styrk, gleði og kyrrð. Sérstök áhersla er lögð á æfingar sem hjálpa til að kyrra hugann og tengja inn á við. Jóga er fyrir alla: íþróttatýpur, bókaorma, stirða sem liðuga, stráka og stelpur. Jóga eflir þína persónulegu tengingu við þig sjálfa(n). Við keppumst ekki um að vera best í jóga heldur er markmiðið að vera besta útgáfan af sjálfum okkur.
Kennari Álfrún Örnólfsdóttir

http://jogasetrid.is/namskeid/krakkajoga/

Inner Goddess Greece Retreat

Inner Goddess Greece Retreat

GYÐJUFERÐ TIL GRIKKLANDS  með Auði og Tanishka

Auður Bjarnadóttir mun kenna jóga með Tanishka á námskeiðinu “Inner Goddess” 12. – 20. Maí á dásamlegu grísku “bláu eyjunni ” Amorgos

Tanishka er höfundur metsölubókarinnar  “The Inner Goddess Makeover’  og námskeiðið fer djúpt í kvenna og gyðjufræðin.

The Moon Woman is the best selling author of ‘The Inner Goddess Makeover’ & ‘Goddess Wisdom’ published by Hay House with over half a million followers of her daily guidance.

Created and facilitated by Taniskha, this event is exclusively for women. You will spend 8 days on the exotic paradise Amorgos island of Greece, empowering every facet of your inner goddess.

May 12-20th 2019. We recommend you arrive the day before to settle in and absorb the stunning, scenic views of your venue.

Nánari upplýsingar:  https://themoonwoman.com/inner-goddess-greece-2019/

https://www.facebook.com/events/502649813596619/

 

Inner Goddess Webinar með Tanishka:

Pin It on Pinterest