GRUNNNÁMSKEIÐ KUNDALINI JÓGA

GRUNNNÁMSKEIÐ KUNDALINI JÓGA

” Að vekja upp eldinn og vakna til þín ”

Grunnnámskeið í Kundalini jóga  3.september – 29.september

Mánudaga og miðvikudaga kl. 18.45-20.00
Einnig er velkomið að nýta sér aðra opna tíma í stundaskrá á meðan á námskeiðinu stendur.
Verð: 17.000 kr.

Kennari: Kristín Rósa Ármannsdóttir

Farið er í undirstöðuatriði í Kundalini jóga. Kenndar eru líkamsstöður, líkamsbeiting, möntrur og öndunaræfingar. Í Kundalini jóga eru kenndar “kriyur”, sem er samsetning ákveðinna æfinga í ákveðinni röð til að skapa ákveðin áhrif. Td. kriya fyrir hjartað, nýrun, að styrkja ónæmiskerfið, áræðni og miðjustyrking, o.s.frv.

Kundalini jóga er ævaforn leið og var í upphafi aðeins kennt frá kennara til nemanda en Yogi Bhajan taldi 1963 að tími væri kominn til að opna fræðin fyrir almenningi. Kundalini jóga (Yogi Bhajan) er kröftugt, skjótvirkt og umbreytandi jóga.

“Hreyfðu við orkunni og lífsorkan greiðir leiðina”
“Vibrate the cosmos and the csmos clears the path” Y. Bhajan

MÖMMUJÓGA 20.ÁGÚST

MÖMMUJÓGA 20.ÁGÚST

“Í augum þeirra sem ég elska sé ég ást Guðs, í sumargolunni skynja ég kærleika hans og söngur fuglanna opinberar mér fegurð hans.”

Mömmujóga er námskeið þar sem mæður og börn stunda mjúka og styrkjandi en jafnframt skemmtilega og nærandi hreyfingu saman.  Áhersla er lögð á jóga fyrir móðurina; styrking eftir fæðinguna, teygjur og slökun, en börnin fá sannarlega sína athygli líka með því að taka þátt í æfingum móðurinnar, leikjum, tónlist og slökuninni í lokin. Mömmujóga er frábært tækifæri til að hitta aðrar mæður, deila reynslu sinni og njóta samveru í rólegu umhverfi. Vikulega er farið út að borða eftir tímana fyrir þær sem vilja.

Í mömmujóga bjóðum við mæðrum að koma með börnin sín  tvisvar í viku frá 6-8 vikna allt upp í 11-12 mánaða. Einnig eru mæður velkomnar í aðra tíma í stundaskrá. NÆSTA NÁMSKEIÐ 20.ágúst – 20.október Mánudaga og miðvikudaga kl. 10.15-11.30 Laugard. kl. 10.00-11.15 eða í aðra opna tíma (barnlaust) Verð 24.000 kr.

Jóga og 12 sporin

Jóga og 12 sporin

Jóga og 12 sporin – 12 vikna námskeið

11.september – 27. nóvember
Þriðjudaga kl. 20.15 – 21.30 
Kennari: Edith Gunnarsdóttir

Markmið námskeiðsins er að vinna með sjálfsstyrkingu og 12 sporin með nálgun jóga og hugleiðslu. Í hverjum tíma verður tekið fyrir 1 spor. Á námskeiðinu verður gert jóga og sérstakar Kundalini jóga hugleiðslur sem eru hugsaðar fyrir þá sem eru fást við hvers konar fíknir. Einnig mun jóga nidra eiga sinn stað til að losa um spennu líkamns og hindranir hugans.
 

Námskeiðið hentar bæði fyrir byrjendur í jóga og líka lengra komna; fyrir þá sem eru í 12 sporavinnu eða hafa áhuga að kynna sér 12 spora leiðina í sjálfsvinnu og jóga. Eftir hvern tíma fá þáttakendur sent email með hugleiðingum og heimavinnu út frá hverju spori.

 
Kundalini jóga er ævaforn leið og var í upphafi aðeins kennt frá kennara til nemanda en Yogi Bhajan taldi árið 1963 að tími væri kominn til að opna fræðin fyrir almenningi. Kundalini jóga (Yogi Bhajan) er kröftugt, skjótvirkt og umbreytandi jóga.
 
“You owe it to yourself to be yourself” Yogi Bhajan
 
Jóga Nidra þýðir svefn, en er í raun djúp slökun, mætti líka kalla liggjandi hugleiðslu. Í Jóga Nidra er leitt í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna þar sem við losum um spennu, hindranir hugans og hegðunarmynstur sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi.
 
Streita er undirliggjandi orsakaþáttur í mörgum sjúkdómum. Hún getur birst í mismunandi myndum og er stundum svo samofin tilverunni að við tökum jafnvel ekki eftir henni fyrr en hún er farin að valda vandamálum. Jóga Nidra er ein af mörgum aðferðum að vakna til vitundar!

MEÐMÆLI
Góðan daginn,  ég sótti námskeið í 12 spora jóga og var mjög hrifin og er námskeiðið búið að nýtast mér vel í daglegu lífi.  Ég mætti í alla tíma nema einn svo þetta var mjög gott og nú er bara að halda þessu við með jóga iðkun.  Takk fyrir mig. Bkv Esther

Námskeiðið var mjög gott og var virkilega áhugavert að fá þessa tengingju milli jóga og 12 sporanna. Fyrir mig persónulega þá leiddi þetta námskeið til þess að ég áttaði mig á að sporin eru miklu dýpri en ég hafði áður talið. Einnig að þó að ég hafi skilið hluta af merkingu sporanna á námskeiðinu að ég á mikla vinnu framundan að skilja þau og tileinka mér þau. Ásgeir

 
Edith hafði stundað jóga og hugleiðslu í fjölda ára þegar hún kynntist kundalini jóga. Hún heillaðist og lá leið hennar fljótlega í Kundalini kennaranámið. Hún útskrifaðist sem kundalini jógakennari árið 2015. Edith er einnig með kennararéttindi í jóga nidra, og er komin í framhaldsnám í kundalinifræðunum. Hún hefur kennt jóga síðan 2014 í Jógasetrinu og Yogasmiðjunni. Edith er einnig menntuð í sálfræði og geðheilbrigði og starfar sem sérkennslustjóri hjá Reykjavíkurborg og er einnig leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands.
 
“Með ástundun á jóga, hugleiðslu og 12 sporunum hefur líf mitt tekið umbreytingum til hins betra. Ég fæ tækifæri til að lifa í núinu, öðlast innri frið, ró & sátt, trú og kjark til að upplifa drauma mína. Ég fæ að vera besta útgáfan af sjáfri mér. “ Edith
 
VERÐ 34.000kr.
20% afsláttur af mánaðar eða 10 tíma korti í Jógasetrinu.
20% afsláttur fyrir iðkendur Jógasetursins
Skráning á http://jogasetrid.is/
KUNDALINI JÓGA KENNARANÁM

KUNDALINI JÓGA KENNARANÁM

Næsta Kennaranám Í Kundalini jóga í Jógasetrinu hefst 30. ágúst 2018 og stendur til lok mars 2019. 

Til landsins koma reyndir kennarar sem hafa stundað og kennt jóga í áratugi. Kennt verður í 3-4 daga í senn, allan daginn á ca. 5-6 vikna fresti Í Jógasetrinu, Reykjavík og einnig utanbæjar 2 langar helgar. 


If you want to learn something, read it.

If you want to know something, write it.
If you want to MASTER something,
TEACH IT!
-Yogi Bhajan

 

Kennaranámið er fyrir alla, hvort sem er til að verða löggiltur kennari eða dýpka persónulega reynslu af Jóga. Námið veitir  góðan grunn fyrir árangursríka  jógaástundun. Viðurkennt nám sem gefur tæki og tól og alhliða þjálfun þar sem kennd eru bæði jógafræði og tækni Kundalini Jóga. Við mælum eindregið með að þeir sem velja kundalini námið stundi kundalini jóga markvisst fram að náminu.  NÁNAR

Pin It on Pinterest