Jóga fyrir 60 plús

Jóga fyrir 60 plús

Aldrei of seint að byrja að stunda jóga – Allt á þínum forsendum!

NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST ÞRIÐJUDAGINN 30. OKTÓBER
30.október – 20. desember 
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-14.30
Verð 21.000 kr. ( 8 vikur )

Verið velkomin að prófa – takið vini með!

Kennari: Auður Bjarnadóttir

Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins. Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, gleði, liðleika, hugleiðslu og slökun. 

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.
Léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika.
Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, hjarta og líkama. Velkomið að koma og prófa. Ef þú vilt koma oftar en einu sinni í viku, þá endilega spjallaðu við okkur um fleiri möguleika. Sjá Stundarskrá.

MEÐMÆLI: 
Ég hef verið í jóga áður, nokkrum sinnum, en aldrei haft eins gaman og mikið gagn eins og af þessu námskeiði. Öll umgjörð persónuleg og hlýleg, bæði kennslan og öll samskipti við starfsfólk. Það hentar mér fullkomlega. Hlakka til að byrja í haust. Bkv. Sigrún Björnsdóttir

Vertu velkomin til okkar í hlýlega Jógasetrið í Skipholt 50c

SKRÁNING ÝTTU HÉR
Þú getur líka sent okkur email á jogasetrid@jogasetrid.is eða skráð þig hjá okkur þegar þú kemur í Skipholti 50c, (
sama hús og Pitan og Sveinsbakarí)

“Við verðum ekki eldri með árunum, en nýrri með hverjum deginum”

DANS OG JÓGA NIDRA

DANS OG JÓGA NIDRA

 

Föstudaginn 2. nóvember kl. 20-21.30
Virkjum gleðina og leyfum orkunni að flæða um kroppinn í gegnum dansinn. Dásamleg leið til að enda vinnuvikuna og fara endurnærð inn í helgina.

DJ IcelandicPony (aka Ragna Fróða) er búin að setja saman svaðalegan lagalista sem hristir vel upp í öllum orkustöðvum.
Unnur Valdís leiðir okkur svo í töfra Jóga Nidra ( liggjandi leidd hugleiðsla )

Allir velkomnir! – Litlar 1500 kr greiðast við innganginn ♥

JÓGA fyrir UNGLINGA 12-14 ára

JÓGA fyrir UNGLINGA 12-14 ára

Miðvikudaga kl. kl. 16.00- 17.00 – Velkomið að koma og prófa og taka vini með! 

5. september – 28. nóvember ( 13 vikur )

Á námskeiðinu er tvinnað saman skemmtilegum jógastöðum, öndunaræfingum, hugleiðslu og slökun. Jóga gefur okkur orku, styrk, gleði og kyrrð.

Sérstök áhersla er lögð á æfingar sem hjálpa til að kyrra hugann, styrkja einbeitingu og sjálfstraust.

Jóga er fyrir alla: íþróttatýpur, bókaorma, stirða sem liðuga, stráka og stelpur. Jóga eflir þína persónulegu tengingu við þig sjálfa(n). Við keppumst ekki um að vera best í jóga heldur er markmiðið að vera besta útgáfan af sjálfum okkur.

5. september – 28. nóvember ( 13 vikur )
21.500 kr.

Skráning inná www.jogasetrid.is

GRUNNNÁMSKEIÐ KUNDALINI JÓGA

GRUNNNÁMSKEIÐ KUNDALINI JÓGA

” Að vekja upp eldinn og vakna til þín ”

Grunnnámskeið í Kundalini jóga  5. nóvember – 1.desember

Mánudaga og miðvikudaga kl. 18.45-20.00
Einnig er velkomið að nýta sér aðra opna tíma í stundaskrá á meðan á námskeiðinu stendur.
Verð: 18.000 kr.

Kennari: Edda Jónsdóttir

Farið er í undirstöðuatriði í Kundalini jóga. Kenndar eru líkamsstöður, líkamsbeiting, möntrur og öndunaræfingar. Í Kundalini jóga eru kenndar “kriyur”, sem er samsetning ákveðinna æfinga í ákveðinni röð til að skapa ákveðin áhrif. Td. kriya fyrir hjartað, nýrun, að styrkja ónæmiskerfið, áræðni og miðjustyrking, o.s.frv.

Kundalini jóga er ævaforn leið og var í upphafi aðeins kennt frá kennara til nemanda en Yogi Bhajan taldi 1963 að tími væri kominn til að opna fræðin fyrir almenningi. Kundalini jóga (Yogi Bhajan) er kröftugt, skjótvirkt og umbreytandi jóga.

“Hreyfðu við orkunni og lífsorkan greiðir leiðina”
“Vibrate the cosmos and the csmos clears the path” Y. Bhajan

Pin It on Pinterest