Kæru jógavinir og iðkendur Jógasetursins.

Nú eru fjöldatakmarkanir í tímana hjá okkur – vonandi bara næstu 2 vikurnar.

Til að skrá sig fyrirfram í tímana þá vinsamlegast sendið okkur email á jogasetrid@jogasetrid.is
Fyrir morgun og hádegistímana er gott að fá skráningu kvöldið áður, fyrir síðdegistímana, senda okkur fyrri part dags.

ATH: Vinsamlegast komið með ykkar eigin dýnu – eða yfirdýnu, púða og teppi! Bestu þakkir

Já nú fáum við öll enn og aftur að styrkja umburðarlyndi og æðruleysi í nýrri óvissu. Við gerum öll okkar besta. Munum að þrífa hendur vel og spritta.

Svo er gott að vera þakklát fyrir að við erum á íslandi með okkar frábæra heilbrigðisfólk að halda utan um okkur. Þetta er jú ein stór og löng Jógaæfing að samþykkja lögmál breytileikans en geta um leið verið í sátt og gjafmild og góð!

JÓGA NIDRA með Auði 25 mín:
Hér er í viðtali við mig Jóga Nidra fyrir heilsu og hugarfrið. Njótið. Gott að gera daglega.

Pin It on Pinterest

Share This