Vetrarsólstöðu Sadhana miðvikudag 21.desember

Vetrarsólstöðu Sadhana miðvikudag 21.desember

Sadhana kl. 06.00 -08.30 – Allir velkomnir
Wednesday, December 21st kl. 06.00 -08.30 – All are welcome

Við komum saman árla morguns á þessum sérstaka degi og fögnum hækkandi sól og styrkjum innra ljósið. Við lesum helgan texta, gerum jóga, slökum og syngjum upplyftandi möntrur.

Undanfarin ár hefur Vetrarólstöðu Sadhana í Jógasetrinu verið eitt fjölmennasta Sadhana ársins. Morguninn hefur löngum þótt besti tíminn fyrir jóga og hugleiðslu. Morgun Sadhana hjálpar okkur að sigra daginn, sigra letina og stilla okkar innra hljóðfæri. Lyftum saman hugum og hjörtum móts við hækkandi sól!

Verið velkomin kæru vinir og takið gesti með. Fyllum salinn af orku, gleði, þakklæti og von. Þvi fleiri því meiri orka

Frítt og allir hjartanlega velkomnir. Takið vini með.

SADHANA

“What you vibrate you become”

Karma eða Dharma

Karma eða Dharma

Flest þekkjum við hugtakið Karma, lögmál orsakar og afleiðingar. í Jóga lyftum við vitund okkar og allri veru upp í Dharma, þ.e. að vera það besta sem við getum verið með leiðsögn æðri vitundar. Förum þannig úr hjólförum Karma lögmálsins, að geta engu breytt í upplyftingu Dharma, vakandi vitundar.  Á umrótartímum er mikilvægt að við finnum… nánar

GRUNNNÁMSKEIÐ Í KUNDALINI JÓGA

GRUNNNÁMSKEIÐ Í KUNDALINI JÓGA

  GLEÐI – ORKA – STYRKUR – EINBEITING OG RÓ GRUNNNÁMSKEIÐ Í KUNDALINI JÓGA Næsta námskeið: 7.nóvember – 3.desember Mánudaga og miðvikudaga kl. 18.45 -20.00 Verð: 16.000 kr. ( 4 vikur ) Einnig er velkomið að nýta sér aðra opna tíma í stundarskrá. Kennari: Margrét Sigurðardóttir Farið er í undirstöðuatriði í Kundalini jóga. Kenndar eru… nánar

NÚVITUND GEGN STREITU

NÚVITUND GEGN STREITU

  18.október – 6.desember Lokað námskeið Þriðjudaga kl. 20.15-21.45  ( 90 mín ) 24.000 kr  – 8 vikur Innifalið í verði er námshefti og 2 hugleiðsludiskar. nánar nánar

Möntrukvöld á fullu tungli

Möntrukvöld á fullu tungli

Föstudag 16. september kl. 20.00 – 21:30 Bjartey Sveinsdóttir, Lára Rúnarsdóttir, Þóra Björk Þórðardóttir og Arnar Gíslason trommuleikari Verð 2500kr Komum saman og fyllum salinn af söng og gleði með heilandi möntrum og frumsömdu efni hinna frábæru listakvenna. Möntrur eru upplyftandi og heilandi. Kraftmikil orð og tónar sem skapa heilandi orku og hafa áhrif á… nánar

Kvíðastjórnun með Kundalini Jóga

Kvíðastjórnun með Kundalini Jóga

NÝTT NÁMSKEIÐ – Hefst þriðjudaginn 13. september – 11 október 2016 (5 skipti) Þriðjudaga kl. 20.15 – 21.45 Verð: 16.000 kr. Kennari: Benedikt Freyr Jónsson Jóga og hugleiðsla eru frábær leið til að vinna bug á kvíða og depurð. Rannsóknir hafa sýnt fram á að jóga getur dregið úr streituviðbrögðum og þar með verið hjálplegt… nánar

HAUSTÖNN HEFST 1. SEPTEMBER

Verið hjartanlega velkomin í Jógasetrið í fjölbreytta stundaskrá með frábærum kennurum. Við hlökkum til að styrkja okkur á sál og líkama, dýpka tengingu við okkur sjálf og fá betra jafnvægi í lífið okkar. Margar rannsóknir sýna að jóga og hugleiðsla hafa mjög bætandi áhrif á líðan og lífsgæði.   nánar

Möntrukvöld með Hugrúnu

Möntrukvöld með Hugrúnu

Sumarupplyfting með himneskum söng   Þriðjudaginn 9. ágúst kl. 20:30 Hugrún Fjóla Sukhpreet Kaur er söngkona, lagasmiður og Kundalini Jógakennari. Hún er búsett í Kaupmannahöfn með fjölskyldunni sinni, þar sem hún er í háskólanámi. Hugrún hefur samið við Kundalini möntrur á síðustu árum og komið fram í Danmörku, Þýskalandi sem og hér á Íslandi. Hún… nánar

Jóga í allt sumar – Verið velkomin!

Jóga í allt sumar – Verið velkomin!

Við höfum opið í Jógasetrinu í allt sumar. Jóga róar hugann, styrkir  tauga og ónæmiskerfi og bætir alla heilsu og vellíðan. Komdu og njóttu. Morgun – Hádegis – Síðdegis og Kvöldtímar   Frábært að myndin INNSÆI og þetta efni fái svona mikla athygli. Jóga og hugleiðsla er frábært til að róa hugann og þá dýpkar… nánar