Lærðu að stjórna streitunni

Lærðu að stjórna streitunni

9.maí – 13.júní
Þriðjudaga 20.15-21.45

Staldraðu við og gefðu þér tíma til að slaka á líkama og huga og takast á við streitu með kundalini jóga.

 
Mikilvægt er að vera meðvitaður um streitu og þekkja leiðir til að takast á við streitu í einkalífi og starfi. Það er ýmislegt sem við getum tileinkað okkur í daglegu lífi til að minnka streitu og álag.
 
Kundalini jóga er áhrifaríkt jóga sem hjálpar þér að efla og viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu, það róar hugann og eykur meðvitund. Við getum nýtt okkur Kundalini jóga til að takast á við áskoranir daglegs lífs og það styrkir okkur á öllum sviðum lífsins.
 
Þátttakendur fá fræðslu um áhrif streitu á líkama og huga. Kennt verður Kundalini jóga með hugleiðslu og öndunaræfingum sem nýtist vel í daglegu lífi
 
Kennari: Kristín Rósa Ármannsdóttir, Kundalini jógakennari, hjúkrunarfræðingur og með meistarapróf í Lýðheilsuvísindum.
 
Verð 19.500 ( 30% afsláttur fyrir iðkendur Jógasetursins )
 
KRAKKAJÓGA Vornámskeið

KRAKKAJÓGA Vornámskeið

“Það er hamingjuréttur hverrar manneskju að vera hraust, heilbrigð og hamingjusöm” “ Gefðu barninu þínu gjöf að anda, slaka, leika, finna, njóta og vera” 3-4 ára (með foreldrum)  23.apríl – 28.maí –    Sunnudaga kl. 10.30 – 11.15 5-7 ára  (án foreldra)23.apríl – 28.maí   –  Sunnudaga  kl. 11.30 – 12.20 Velkomið að prófa einn tíma! Kennari:… nánar

Jóga fyrir 60 +

Jóga fyrir 60 +

Aldrei of seint að byrja að stunda jóga Allt á þínum forsendum! 18.apríl – 20. júní   Þriðjudaga. kl. 14.00 – 15.00 Verð: 14.000 kr. ( einu sinni í viku í 10 vikur) Nánar nánar

“HEILSHUGAR” Námskeið í núvitund fyrir 10-12 ára

“HEILSHUGAR” Námskeið í núvitund fyrir 10-12 ára

Sex vikna námskeið fyrir börn á aldrinum 10-12 ára þar sem kenndar eru hagnýtar og skemmtilegar æfingar í núvitund. Núvitund (e: mindfulness) á við það þegar eftirtekt og einbeiting er markvisst þjálfuð í gegnum hugleiðslu, leik og hreyfingu. Með núvitund tekst börnum að hafa betri stjórn á tilfinningum sínum, læra að róa sig fyrir svefninn… nánar

KRAKKAJÓGA DVD með Auði,

KRAKKAJÓGA DVD með Auði,

Tilvalið heimajóga fyrir börnin, en líka til að skapa fjölskyldustemmningu saman. Diskurinn fæst hjá okkur í Jógasetrinu, klukkutíma efni með skemmtilegum æfingum – hugleiðslum og slökun. nánar

GRUNNNÁMSKEIÐ Í KUNDALINI JÓGA

GRUNNNÁMSKEIÐ Í KUNDALINI JÓGA

Næsta námskeið:  3. – 29.maí – 4 vikur Mánudaga og miðvikudaga kl. 18.45 -20.00 Einnig er velkomið að nýta sér aðra opna tíma í stundarskrá. Verð: 16.000 kr.  ( 4 vikur ) Athuga að byrjað er miðvikudaginn 3.maí nánar nánar

HUGLEIÐING Á TÍMAMÓTUM

HUGLEIÐING Á TÍMAMÓTUM

Kæri jógavinur. Áramótin eru gott tækifæri að skoða það liðna, endurmeta og finna góðan ásetning inn í það nýja með sjálfs góðvild að leiðarljósi. Það er góður ásetningur að dýpka jógaástundun og hugleiðslu á nýju ári. Og best að gera það án væntinga til áhrifanna. Við gerum okkar og leyfum svo lífsorkunni að gera sitt.… nánar

Karma eða Dharma

Karma eða Dharma

Flest þekkjum við hugtakið Karma, lögmál orsakar og afleiðingar. í Jóga lyftum við vitund okkar og allri veru upp í Dharma, þ.e. að vera það besta sem við getum verið með leiðsögn æðri vitundar. Förum þannig úr hjólförum Karma lögmálsins, að geta engu breytt í upplyftingu Dharma, vakandi vitundar.  Á umrótartímum er mikilvægt að við finnum… nánar

Jóga í allt sumar – Verið velkomin!

Jóga í allt sumar – Verið velkomin!

Við höfum opið í Jógasetrinu í allt sumar. Jóga róar hugann, styrkir  tauga og ónæmiskerfi og bætir alla heilsu og vellíðan. Komdu og njóttu. Morgun – Hádegis – Síðdegis og Kvöldtímar Frábært að myndin INNSÆI og þetta efni fái svona mikla athygli. Jóga og hugleiðsla er frábært til að róa hugann og þá dýpkar innsæið… nánar

Kynning á kennaranámi í Kundalini jóga

Kynning á kennaranámi í Kundalini jóga

Kynning á kennaranámi í Kundalini jóga Miðvikudag 29.júní kl. 20.30  Frítt og allir velkomnir  –  Skipholti 50c Námið hefst í ágúst 2016 og stendur fram til vors 2017. Nánar um námið  nánar